Siglir um Miðjarðarhafið með systur sinni

Ítalía | 4. ágúst 2022

Siglir um Miðjarðarhafið með systur sinni

Það væsir ekki um leikkonurnar og systurnar Vanessu og Stellu Hudgens sem eru staddar í sólinni á Ítalíu um þessar mundir. Sjö ár eru á milli systranna, en Vanessa er 33 ára á meðan Stella er 26 ára. 

Siglir um Miðjarðarhafið með systur sinni

Ítalía | 4. ágúst 2022

Leikkonurnar Vanessa og Stella Hudgens.
Leikkonurnar Vanessa og Stella Hudgens. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um leikkonurnar og systurnar Vanessu og Stellu Hudgens sem eru staddar í sólinni á Ítalíu um þessar mundir. Sjö ár eru á milli systranna, en Vanessa er 33 ára á meðan Stella er 26 ára. 

Það væsir ekki um leikkonurnar og systurnar Vanessu og Stellu Hudgens sem eru staddar í sólinni á Ítalíu um þessar mundir. Sjö ár eru á milli systranna, en Vanessa er 33 ára á meðan Stella er 26 ára. 

Hudgens systurnar klæddust neon lituðum sundfatnaði í stíl á siglingu þeirra við strendur Ítalíu. Vanessa lætur sig ekki vanta í Barbí æðið sem hefur tröllriðið Hollywood síðustu mánuði og stillti sér upp með systur sinni í Barbí-bleikum sundfatnaði. 

Systurnar klæddust sundfatnaði í stíl.
Systurnar klæddust sundfatnaði í stíl. Skjáskot/Instagram

Vanessa hefur verið dugleg að ferðast að undanförnu, en hún sótti góðgerðarviðburð á vegum UNICEF á ítölsku eyjunni Capri hinn 30. júlí síðastliðinn. Vanessa tók systur sína með á viðburðinn, en þar klæddist hún gylltum kjól frá Michael Kors á meðan systir hennar var í rauðum pallíettukjól eftir David Koma. 

Stella klæddist kjól eftir David Koma á meðan Vanessa klæddist …
Stella klæddist kjól eftir David Koma á meðan Vanessa klæddist kjól frá Michael Kors. Skjáskot/Instagram
mbl.is