Neyddist til að leggja hnífinn á hilluna

Dagmál | 5. ágúst 2022

Neyddist til að leggja hnífinn á hilluna

Nýskipaður stjórnarformaður Landspítalans, Björn Zoëga er hættur að gera skurðaðgerðir. Hann hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda sér í formi og æfingu með skurðhnífinn enda menntaður bæklunarlæknir.

Neyddist til að leggja hnífinn á hilluna

Dagmál | 5. ágúst 2022

Nýskipaður stjórnarformaður Landspítalans, Björn Zoëga er hættur að gera skurðaðgerðir. Hann hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda sér í formi og æfingu með skurðhnífinn enda menntaður bæklunarlæknir.

Nýskipaður stjórnarformaður Landspítalans, Björn Zoëga er hættur að gera skurðaðgerðir. Hann hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að halda sér í formi og æfingu með skurðhnífinn enda menntaður bæklunarlæknir.

Stríðið við Covid í Svíþjóð þurrkaði upp allan hans tíma og eins og hann lýsir sjálfur þá hafi fyrstu 86 dagarnir í þeirri baráttu krafist allrar hans orku og tíma. „Það var ekki ein mínúta aflögu þessa fyrstu daga og alveg sama hvaða vikudagur það var,“ segir Björn um þennan tíma. Hann er gestur Dagmála í dag og fylgir hér brot úr þættinum sem er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

Björn viðurkennir að hann sakni þess að vera ekki lengur að framkvæma aðgerðir. Hann útilokar ekki að taka upp hnífinn á nýjan leik en býst þá fastlega við að þurfa að fara í einhvers konar endurmenntun á því sviði.

mbl.is