Þurfum að lækna meira og funda minna

Dagmál | 5. ágúst 2022

Þurfum að lækna meira og funda minna

Á tímabilinu 2016 til 2019 voru ráðnir inn á Landspítala þrír til fjórir starfsmenn í skrifstofustörf á móti hverjum einum starfsmanni í hjúkrun og lækningar, eða klíníkina. Nýskipaður stjórnarformaður Landspítala segir að þær áskoranir sem spítalinn standi frammi fyrir séu þær sömu og sjúkrahús um allan heim glími við. Hann telur rétt að færa áherslurnar nú meira á klíníkina og fækka fundum.

Þurfum að lækna meira og funda minna

Dagmál | 5. ágúst 2022

Á tímabilinu 2016 til 2019 voru ráðnir inn á Landspítala þrír til fjórir starfsmenn í skrifstofustörf á móti hverjum einum starfsmanni í hjúkrun og lækningar, eða klíníkina. Nýskipaður stjórnarformaður Landspítala segir að þær áskoranir sem spítalinn standi frammi fyrir séu þær sömu og sjúkrahús um allan heim glími við. Hann telur rétt að færa áherslurnar nú meira á klíníkina og fækka fundum.

Á tímabilinu 2016 til 2019 voru ráðnir inn á Landspítala þrír til fjórir starfsmenn í skrifstofustörf á móti hverjum einum starfsmanni í hjúkrun og lækningar, eða klíníkina. Nýskipaður stjórnarformaður Landspítala segir að þær áskoranir sem spítalinn standi frammi fyrir séu þær sömu og sjúkrahús um allan heim glími við. Hann telur rétt að færa áherslurnar nú meira á klíníkina og fækka fundum.

Björn Zoëga er gestur Dagmála í dag og ræðir þar vítt og breitt um þær áskoranir sem Landspítali stendur frammi fyrir. Fyrirsögnin hér að ofan er mikil einföldun á orðum Björns, en er þó engu að síður það sem gert var á Karolinska sjúkrahúsinu þar sem hann er forstjóri en hann telur rétt að færa áherslurnar og fjármagn yfir í klíníkina, ekki síður á Landspítala. Hann tók til hendinni á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og þar var haft að leiðarljósi að færa fjármuni meir í beinar lækningar en minnka skrifræði.

Í þættinum fer Björn yfir þær breytingar sem hann og stjórnendateymi Karolinska fóru í á sínum tíma og hefur skilað miklum árangri á þeim bæ. Hann segir að við getum ekki haldið áfram að gera hlutina með sama hætti og verið hefur. Finna þurfi nýjar lausnir og aðferðir. Að sama skapi leggur Björn áherslu á að stjórnin vinni með forstjóra spítalans og styðji hann til góðra verka.

mbl.is