Tók U-beygju og elti drauminn til Köben

Förðunartrix | 6. ágúst 2022

Tók U-beygju og elti drauminn til Köben

Hin 23 ára gamla Tekla Kristjánsdóttir ákvað að taka U-beygju síðasta sumar og flutti til Kaupmannahafnar eftir að hún lauk BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Tekla kann vel við sig í Kaupmannahöfn þar sem hún stundar nú nám í hönnunar- og tæknifræði.

Tók U-beygju og elti drauminn til Köben

Förðunartrix | 6. ágúst 2022

Förðunarfræðingurinn Tekla Kristjánsdóttir með litríka förðun.
Förðunarfræðingurinn Tekla Kristjánsdóttir með litríka förðun.

Hin 23 ára gamla Tekla Kristjánsdóttir ákvað að taka U-beygju síðasta sumar og flutti til Kaupmannahafnar eftir að hún lauk BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Tekla kann vel við sig í Kaupmannahöfn þar sem hún stundar nú nám í hönnunar- og tæknifræði.

Hin 23 ára gamla Tekla Kristjánsdóttir ákvað að taka U-beygju síðasta sumar og flutti til Kaupmannahafnar eftir að hún lauk BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Tekla kann vel við sig í Kaupmannahöfn þar sem hún stundar nú nám í hönnunar- og tæknifræði.

Tekla segist hafa fengið nýja sýn á hvað hægt sé að gera mikið með áhugamálin sín eftir að hún flutti út og hefur í auknu mæli látið reyna á drauma sína. Fyrr í sumar útskrifaðist Tekla sem förðunarfræðingur og hástílisti, en síðastliðið ár hefur hún tekið að sér allskyns skemmtileg förðunarverkefni. Við fengum að skyggnast í snyrtibudduna hjá Teklu sem deildi góðum förðunarráðum með okkur. 

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Ég var í kringum 12 til 13 ára þegar ég byrjaði að hafa mikinn áhuga á förðun og öllu í tengslum við það.“

Falleg förðun eftir Teklu.
Falleg förðun eftir Teklu.

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég mála mig í rauninni mismunandi alla daga, ég elska að hafa förðunina part af heildarlúkkinu og stílnum mínum. Það má því segja að ég velji förðunarrútínu og vörur eins og ég vel föt fyrir daginn - fer bara algjörlega eftir dagsforminu, veðrinu og hvernig mér líður.“

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég er með eitt „go to“ lúkk sem ég elska að grípa í þegar mig langar að vera aðeins fínni, en ég hef einmitt sýnt frá þeirri rútínu á Instagram-reikningi mínum.“

„Þessi smokey-liner er mjög auðveldur í framkvæmd og er ein af fáum augnförðunum sem fara öllum augnformum vel. Mér finnst lykilvaran í þessu lúkki vera augnblýantur frá MAC í litnum Coste Riche, en það er þessi fullkomni kaffibrúni tónn sem er svo auðvelt að blanda. Svo ef mig langar að vera extra fín þá gríp ég þessa dagana í stöku augnhárin sem kallast Duos & Trios frá Eylore, Copper Sparkle pigmentið frá MAC og Charlotte Tilbury varalitinn í litnum Pillow Talk.“

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig til?

„Dagsdaglega myndi ég segja í kringum 15 til 20 mínútur, en ég elska líka þau skipti sem ég næ að dunda mér í rólegheitum. Ég get auðveldlega eytt tveimur klukkustundum í förðun og hár ef ég fæ tækifæri til.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég byrja alla daga á að hreinsa húðina með vatni, set svo gott C-vítamín serum, rakakrem og sólarvörn. Á kvöldin hreinsa ég svo húðina tvisvar, fyrst með hreinsiolíu og svo Pharmaceris Soothing Face Gel Wash. Tvö eða þrjú kvöld í viku nota ég svo AHA/BHA sýru til að hreinsa dauðar húðfrumur af húðinni. Eftir það vel ég vanalega á milli Paula's Choice Azelaic Acid Booster, Fenty Skin Fat Water eða Pure Hyloronic serum frá Pestle & Mortar. Svo enda ég öll kvöld á þykku og góðu rakakremi og mögulega andlitsolíu.“

„Á heildina litið finnst mér ótrúlega mikilvægt að þekkja húðina sína vel og hlusta á hvað hún þarf hverju sinni. Sum kvöld finn ég að húðinni minni vantar ekki neitt og þá er það bara hreinsun og rakakrem.“

Hefur þú þurft að takast á við vandamál tengd húðinni?

„Já eitthvað aðeins, hef tvisvar þurft að díla við vægar bólur (e. acne). Það er eitthvað sem maður hefur ekki beint stjórn á þannig ég reyni að vera ekki of meðvituð um það þegar húðin mín er í ójafnvægi. Ég er samt sem áður ótrúlega heppin með húð og er afskaplega þakklát fyrir það, sem er einmitt ástæðan af hverju ég legg mikla vinnu og tíma í að hugsa vel um hana.“

Hvað er helst að finna í þinni snyrtibuddu?

„Mér finnst mikilvægast að finna farða sem maður elskar, en af þeim sem hægt er að nálgast auðveldlega á Íslandi þá er Shiseido Synchro Skin Radiant Lifting Foundation klárlega einn af mínum uppáhalds. Ég er mikil kremvöru kona og nota mest megnis kremvörur í rútínunni minni, gæti varla verið án Fenty Beauty Cheek Out Cream Bronzer og NARS Liquid Blush í litnum Orgasm.“

Hér má sjá nokkrar af uppáhaldsvörum Teklu.
Hér má sjá nokkrar af uppáhaldsvörum Teklu.

„Sápubrúnir (e. soap brows), Shiseido augnhárabrettarinn og FetishEyes maskarinn frá Pat McGrath eru einnig ómissandi í minni snyrtibuddu. Ég var aldrei mikil varalitakona en eftir að ég fann minn fullkomna hversdags varablýant þá finnst mér það gera ótrúlega mikið, en það er NYX varablýanturinn í litnum Natural. Svo er ég alltaf hrifin af því að nota svamp til að mála mig, sá sem hefur verið í uppáhaldi í mörg ár er Miracle Sponge frá RealTechniques.“

Uppáhaldssnyrtivara?

„Ef ég þyrfti að velja bara eina þá verð ég að segja Flawless Filter frá Charlotte Tilbury, en það er ljómakrem með smá lit sem gefur húðinni ótrúlega fallegan og náttúrulegan ljóma. Þetta er sú vara sem mér finnst setja förðunina á næsta level og er ómissandi í allar snyrtibuddur.“

Uppáhaldsvara Teklu er fallega ljómavaran frá Charlotte Tilbury.
Uppáhaldsvara Teklu er fallega ljómavaran frá Charlotte Tilbury.

Hvert er þitt uppáhaldsförðunartrend?

„Ég er búin að vera elska að setja feitt krem eins og Aquaphor eða Vaselín á húðina eftir að ég er búin að mála mig til að fá þetta fullkomna „glow from within“ lúkk. Ég var ótrúlega skeptísk á þetta fyrst, en eftir að ég prufaði þetta þá á ég erfitt með að sleppa þessu. Maður setur semsagt bara smá Vaselín í lófann og nuddar vel, dúmpar svo lófanum flatt á andlitið án þess að blanda neitt og svo er maður klár.“

Hér notaði Tekla uppáhaldstrixið sitt og setti vaselín ofan á …
Hér notaði Tekla uppáhaldstrixið sitt og setti vaselín ofan á farðann til að ná fram fallegri og ljómandi húð.

„Ég veit að Sir John förðunarfræðingurinn hennar Beyoncé hefur verið að gera þetta í mörg ár, en eftir að Hailey Bieber sýndi þessa sömu taktík með vöru úr nýju húðvörulínunni sinni Rhode, þá hefur þetta verið að trenda meira.“

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Ég er alltaf á leiðinni að fjárfesta í augnskuggapallettu frá Pat McGrath og svo langar mig ótrúlega að dekra við húðina mína með CE Ferulic Vitamin C seruminu frá Skin Ceuticals.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Ég elda mér einhvern mat sem er í uppáhaldi í rólegheitum og geri svo extra vel við húðina mína, set hármaska í hárið og þykkt krem á líkamann. Í rauninni er það eina sem vantar bragðarefur og heiti potturinn á Íslandi.“

mbl.is