Varar við verulegri hættu á kjarnorkuslysi

Úkraína | 6. ágúst 2022

Varar við verulegri hættu á kjarnorkuslysi

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) krefst þess að öllum hernaðaraðgerðum nálægt kjarnorkuverinu Saporisjía í Úkraínu, og jafnframt stærsta kjarnorkuveri í Evrópu, verði hætt tafarlaust og varar við verulegri hættu á kjarnorkuslysi.

Varar við verulegri hættu á kjarnorkuslysi

Úkraína | 6. ágúst 2022

Rússneskur hermaður stendur vörð fyrir framan kjarnorkuverið Zaporizhzhia.
Rússneskur hermaður stendur vörð fyrir framan kjarnorkuverið Zaporizhzhia. AFP

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) krefst þess að öllum hernaðaraðgerðum nálægt kjarnorkuverinu Saporisjía í Úkraínu, og jafnframt stærsta kjarnorkuveri í Evrópu, verði hætt tafarlaust og varar við verulegri hættu á kjarnorkuslysi.

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) krefst þess að öllum hernaðaraðgerðum nálægt kjarnorkuverinu Saporisjía í Úkraínu, og jafnframt stærsta kjarnorkuveri í Evrópu, verði hætt tafarlaust og varar við verulegri hættu á kjarnorkuslysi.

Yfirlýsing stofnunarinnar kemur í kjölfar þess að stjórnvöld í Úkraínu hafa tilkynnt um alvarlegar skemmdir á hluta kjarnorkuversins. BBC greinir frá.

Hersveitir Rússa tóku yfir kjarnorkuverið í mars, en héldu úkraínskum starfsmönnum.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað rússneskar hersveitir um að skjóta þaðan eldflaugum á almenningssvæði. Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni.

Undirstrika raunverulega hættu

Aðgerðir rússneska hersins undirstrika, að mati Grossi, mjög raunverulega hættu á kjarnorkuslysi sem gæti ógnað lýðheilsu og umhverfinu í Úkraínu og víðar. Kjarnorkuverið er í borginni Enerhodar í suðausturhluta Úkraínu.

„Úkraínskt starfsfólk verður að geta sinnt mikilvægum skyldum sínum án hótana eða þrýstings. Til þess að vernda fólk í Úkraínu og annars staðar fyrir hugsanlegu kjarnorkuslysi verðum við að leggja allan ágreining til hliðar og bregðast við núna.“

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að allar sprengjuárásir á þessu svæði væru „blygðunarlaus glæpur og hryðjuverk“.

mbl.is