Eldgosið sprengt upp aðsóknina

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. ágúst 2022

Eldgosið sprengt upp aðsóknina

Tjaldsvæðið í Laugardal hefur verið fullt í allt sumar og segir framkvæmdastjórinn að aðsóknin hafi sprungið út eftir að eldgos hófst í Meradölum.

Eldgosið sprengt upp aðsóknina

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. ágúst 2022

Hún segir aðsóknina á húsbílasvæðið verið það mikla í sumar …
Hún segir aðsóknina á húsbílasvæðið verið það mikla í sumar að þau hafi gripið til þess ráðs að opna aukasvæði fyrir bílana uppi á efra svæði þar sem vanalega er tjaldað. mbl.is/sisi

Tjaldsvæðið í Laugardal hefur verið fullt í allt sumar og segir framkvæmdastjórinn að aðsóknin hafi sprungið út eftir að eldgos hófst í Meradölum.

Tjaldsvæðið í Laugardal hefur verið fullt í allt sumar og segir framkvæmdastjórinn að aðsóknin hafi sprungið út eftir að eldgos hófst í Meradölum.

„Síðustu daga, eftir að gosið hófst, þá fundum við virkilega fyrir aukningu,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Farfugla ses, sem rekur tjaldsvæðið. Hún segir að eflaust hafi ferðamenn breytt fyrirætlunum sínum þegar gosið hófst og ákveðið að vera lengur á suðvesturhorninu.

„Svo sjálfsagt eru þetta líka bara nýir ferðamenn sem að hafa ekki beðið eftir að koma heldur bara drifið sig. Þá er einfaldast að koma sér bara fyrir í tjaldi.“

Eflaust hafi ferðamenn breytt plönum þegar gosið hófst og ákveðið …
Eflaust hafi ferðamenn breytt plönum þegar gosið hófst og ákveðið að vera lengur á suðvesturhorninu og nýir komið fyrr. mbl.is/Ari Páll

Hún segir aðsóknina á húsbílasvæðið verið það mikla í sumar að þau hafi gripið til þess ráðs að opna aukasvæði fyrir bílana uppi á efra svæði, þar sem vanalega er tjaldað.

„Það er raunverulega bara Laugardalurinn, gönguleið Reykvíkinga og leiðin inn í Grasagarðinn. Þar hafa verið fyrst og fremst tjöld, svona aðallega,“ segir hún en um er að ræða um það bil 100 pláss í heildina fyrir húsbíla samtals sem fullt hefur verið í í allt sumar, sem fyrr segir.

Þá segir Sigríður að mikil þörf sé á plássum. „Ef við neitum fólki, þá finnur ferðamaðurinn sér annað stæði og það er langt í næsta tjaldsvæði.“

Húsbíll við gosið. Slíkur ferðamáti var mun vinsælli en búist …
Húsbíll við gosið. Slíkur ferðamáti var mun vinsælli en búist var við í fyrra. mbl.is/Ari Páll

Mun meiri aðsókn bíla en vanalega

Spurð hvernig staðan var í fyrra, samanborið við árið í ár, segir hún að það hafi verið vel bókað en ekki fullbókað. „Þá fundum við kipp í fjölda húsbíla. Fólk vildi vera stakt og bara vera í sínum bíl – halda fjarlægð.“

Varðandi fyrri sumur segir hún að árið 2019 hafi aðsóknin verið nokkuð mikil, líkt og vanalegt er yfir háannatímann en lokað var meira og minna sumarið 2020. Mun meiri aðsókn var síðan í fyrrasumar en þau áttu von á og þá aðallega af bílum.

„Tjaldbúinn býr kannski þröngt en hann svona hjálpast að. Þetta er þægilegt og skemmtilegt samfélag í það heila.“

Ferðamenn við gosið.
Ferðamenn við gosið. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is