Frá Tomorrowland til Ítalíu

Ítalía | 10. ágúst 2022

Frá Tomorrowland til Ítalíu

Hótelerfinginn og tískumógúllinn Paris Hilton hefur verið á ferð og flugi um Evrópu síðustu vikur, en hún kom fram sem plötusnúður á tónlistarhátíðinni Tomorrowland í Belgíu um miðjan júlí. 

Frá Tomorrowland til Ítalíu

Ítalía | 10. ágúst 2022

Paris Hilton var plötusnúður á tónlistarhátíðinni Tomorrowland í Belgíu.
Paris Hilton var plötusnúður á tónlistarhátíðinni Tomorrowland í Belgíu. Samsett mynd

Hótelerfinginn og tískumógúllinn Paris Hilton hefur verið á ferð og flugi um Evrópu síðustu vikur, en hún kom fram sem plötusnúður á tónlistarhátíðinni Tomorrowland í Belgíu um miðjan júlí. 

Hótelerfinginn og tískumógúllinn Paris Hilton hefur verið á ferð og flugi um Evrópu síðustu vikur, en hún kom fram sem plötusnúður á tónlistarhátíðinni Tomorrowland í Belgíu um miðjan júlí. 

Síðustu ár hefur Hilton verið að gera það gott sem plötusnúður, en það vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hún ákvað að fara frekar í brúðkaup Britney Spears en að spila fyrir Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. 

Eftir mikið stuð í Belgíu var ferðinni heitið á rólegri stað, til Como-vatnsins á Ítalíu, þar sem hún deildi myndum af sér úr rómantískri bátsferð með eiginmanni sínum, Carter Reum. Hún segir þetta hafa verið fyrsta ferðalag sitt til Como-vatnsins, en af myndum af dæma voru þau alsæl með ferðina. 

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

Nú eru hjónin mætt til Ibiza á Spáni, en Hilton segist ekki geta farið til Evrópu án þess að koma við á Ibiza. Hún birti myndir af sér við græjurnar, enda hefur hún spilað þar á fjölmörgum viðburðum síðustu ár. 

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is