Gosið skemmtilegra en veiran

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. ágúst 2022

Gosið skemmtilegra en veiran

„Við sendum þessar skýrslur frá okkur þegar við erum í aðgerðum og þær eru aðallega hugsaðar til þess að allt sé uppi á borðum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is um stöðuskýrslu deildarinnar frá því klukkan 17 í dag um eldgosið í Meradölum.

Gosið skemmtilegra en veiran

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. ágúst 2022

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, kveður hlutverk deildarinnar meðal annars …
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, kveður hlutverk deildarinnar meðal annars að samhæfa viðbrögð allra aðila, fá þá að sama borði og hafa yfirsýn þegar hættur steðja að, hvort sem það eru náttúruhamfarir eða veirufaraldur. Ljósmynd/Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

„Við sendum þessar skýrslur frá okkur þegar við erum í aðgerðum og þær eru aðallega hugsaðar til þess að allt sé uppi á borðum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is um stöðuskýrslu deildarinnar frá því klukkan 17 í dag um eldgosið í Meradölum.

„Við sendum þessar skýrslur frá okkur þegar við erum í aðgerðum og þær eru aðallega hugsaðar til þess að allt sé uppi á borðum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is um stöðuskýrslu deildarinnar frá því klukkan 17 í dag um eldgosið í Meradölum.

Í skýrslunni kennir ýmissa grasa, svo sem að veður á gosstöðvunum fari batnandi þótt möguleiki sé á þoku í nótt. Á morgun er gert ráð fyrir að bæti í vind og standi fram eftir aðfaranótt föstudags.

Ætluðu samt að sjá gosið

„Við viljum að fólk viti hvað við erum að gera og allir þessir viðbragðsaðilar sem við erum að vinna með,“ heldur samskiptastjórinn áfram, „nú gáfum við þessa skýrslu út í dag og gefum svo aðra út á föstudaginn, í síðustu viku gáfum við út skýrslur daglega,“ segir Hjördís.

Eins og fram hefur komið hér á mbl.is létu gosáhugamenn sér ekki segjast að svæðinu væri lokað á sunnudaginn. „Já, við lentum í vandræðum með fólk sem vissi að það var lokað en ætlaði nú samt að sjá gosið þótt það sæi ekki neitt,“ segir Hjördís. Ágætlega hafi þó gengið að stýra umferð við gosstöðvarnar þegar heildstætt sé skoðað.

„Við erum ekkert að leika okkur að þessu, það er vont veður þarna upp frá, hálendið eða Reykjanesið er ekki alltaf eins og að vera niðri í bæ í Reykjavík,“ segir hún og kveður almannavarnadeildina gera sitt til að hafa stjórn á málum í góðu samstarfi við lögregluna á Suðurnesjum.

Okkar að halda fólki upplýstu

„Lögreglan á Suðurnesjum „á“ náttúrulega svæðið, við vinnum bara með þeim, aðstoðum og samhæfum, fáum alla aðila að sama borði og höfum yfirsýn,“ segir Hjördís og lætur vel af samstarfi við lögregluna á staðnum. „Lokanir á svæðinu eru alltaf ákvörðun lögreglustjóra þótt margar ákvarðanir séu teknar sameiginlega,“ heldur hún áfram.

Næstu daga segir Hjördís einkennast af áframhaldandi sömu vinnunni. „Það er okkar að halda fólki upplýstu um stöðuna og svo má ekki gleyma hlutverki björgunarsveitanna sem hafa unnið ómetanlegt starf. Við leggjumst bara öll á árarnar.“

Hvernig skyldi starfsfólki almannavarnadeildar þykja að glíma við rammíslenskar náttúruhamfarir í stað heimsfaraldurs kórónuveiru síðustu tvö ár? Hjördís hlær við. „Það er reyndar alveg frábær spurning,“ svarar hún. „Það er öðruvísi, það sem er líkt með þessu tvennu er kannski að maður veit aldrei hvenær þetta er búið,“ bætir hún við.

Þegar leið á faraldurinn hafi hlutirnir sífellt orðið erfiðari, „að takast á við opnanir og lokanir og það sem fólk var að fara í gegnum, gosið er meira svona í okkar DNA, að vilja horfa á það og fylgjast með því, mér finnst þetta bara miklu jákvæðara og skemmtilegra,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, að endingu.

 




mbl.is