Stríðið þarf að enda með frelsun Krímskaga

Úkraína | 10. ágúst 2022

Stríðið þarf að enda með frelsun Krímskaga

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir í yfirlýsingu að stríðið í Úkraínu hafi hafist á Krímskaga og verði því að enda með frelsun hans. Kemur yfirlýsingin í kjölfar sprenginga í rússneskri flugstöð á Krímskaga í gær.

Stríðið þarf að enda með frelsun Krímskaga

Úkraína | 10. ágúst 2022

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir í yfirlýsingu að stríðið í Úkraínu hafi hafist á Krímskaga og verði því að enda með frelsun hans. Kemur yfirlýsingin í kjölfar sprenginga í rússneskri flugstöð á Krímskaga í gær.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir í yfirlýsingu að stríðið í Úkraínu hafi hafist á Krímskaga og verði því að enda með frelsun hans. Kemur yfirlýsingin í kjölfar sprenginga í rússneskri flugstöð á Krímskaga í gær.

BBC greinir frá yfirlýsingu forsetans.

„Krímskagi er hluti af Úkraínu og við munum aldrei gefast upp. Við skulum ekki gleyma því að stríð Rússlands við Úkraínu hófst með innlimun Rússa á Krímskaga.“ segir Selenskí.

Í yf­ir­lýs­ingu frá rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­inu segir að spreng­ing­arn­ar hafi orðið í skot­færa­geymslu á svæðinu sem sprakk í loft upp. Yfirvöld í Úkraínu hafa á sama tíma neitað því að bera ábyrgð á sprengingunum.

Litið er á Krímskaga sem hluta af Úkraínu á alþjóðavísu. Innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014 er almennt talin ólögmæt, en Úkraína lítur á það sem upphaf stríðsins.

mbl.is