Súldin dregur úr gasmengun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. ágúst 2022

Súldin dregur úr gasmengun

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að gasmengunarspáin vegna eldgosins í Meradölum líti vel út í dag.

Súldin dregur úr gasmengun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. ágúst 2022

Súldin hjálpar til við að minnka gasmengun.
Súldin hjálpar til við að minnka gasmengun. mbl.is/Arnþór

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að gasmengunarspáin vegna eldgosins í Meradölum líti vel út í dag.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að gasmengunarspáin vegna eldgosins í Meradölum líti vel út í dag.

„Það er allt saman á grænu og í fínu standi. Þó það sé hægur vindur hjálpar þessi súld við að fella út gasmagnið. Gasið dregur þá ekki eins langt frá eldstöðinni eins og maður myndi ætla,“ segir Óli.

„Í svona vestlægum áttum er viðbúið að gas geti farið yfir eitthvað af þessum þéttbýlli svæðum en það er alla vega ekki að mælast neitt enn þá.“

Á vef Veðurstofunnar segir að gasmengun berist í dag til austurs og síðar norðausturs og gæti hennar orðið vart í Ölfusi fram eftir degi. Annað kvöld berst hún til norðurs og gæti orðið vart í Vogum.

mbl.is