Gönguhópar villtust af leið í átt að gosinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. ágúst 2022

Gönguhópar villtust af leið í átt að gosinu

Þrettán manna gönguhópur villtist af leið í átt að gosstöðvunum í Meradölum í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Gönguhópar villtust af leið í átt að gosinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. ágúst 2022

Lögreglan segir að unnið sé að lagfæringum á gönguleiðinni.
Lögreglan segir að unnið sé að lagfæringum á gönguleiðinni. mbl.is/Hákon

Þrettán manna gönguhópur villtist af leið í átt að gosstöðvunum í Meradölum í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Þrettán manna gönguhópur villtist af leið í átt að gosstöðvunum í Meradölum í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Gosstöðvarnar eru opnar almenningi en samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 4.697 um svæðið í gær.

Ágætlega vörðuð stikum

Lögreglan segir að hópurinn hafi villst af leið A, þrátt fyrir að gönguleiðin sé ágætlega vörðuð stikum. Gönguhópnum hafi verið vísað á rétta leið.

Annar hópur göngumanna, sem taldi fimm manns, er einnig sagður hafa villst af leið.

Tekur lögreglan fram að enn sé unnið að lagfæringum á gönguleiðinni.

mbl.is