Á sama dampi þó dregið hafi úr því

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. ágúst 2022

Á sama dampi þó dregið hafi úr því

„Ef þróunin heldur áfram eins og hún er, það er að segja ef framleiðinn dettur vel niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu, þá myndi ég búast við því að gosi væri við það að ljúka,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í gær sem mældi meðalrennsli hrauns upp á yfirborði í eldgosinu í Meradölum um þrjá rúmmetra á sekúndu frá laugardegi til mánudags, þegar tekið er tillit til holrýmishlutfalls í hrauninu.

Á sama dampi þó dregið hafi úr því

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. ágúst 2022

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, reiknar fastlega …
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, reiknar fastlega með því að nýtt gostímabil sé hafið á Reykjanesskaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef þróunin heldur áfram eins og hún er, það er að segja ef framleiðinn dettur vel niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu, þá myndi ég búast við því að gosi væri við það að ljúka,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í gær sem mældi meðalrennsli hrauns upp á yfirborði í eldgosinu í Meradölum um þrjá rúmmetra á sekúndu frá laugardegi til mánudags, þegar tekið er tillit til holrýmishlutfalls í hrauninu.

„Ef þróunin heldur áfram eins og hún er, það er að segja ef framleiðinn dettur vel niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu, þá myndi ég búast við því að gosi væri við það að ljúka,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í gær sem mældi meðalrennsli hrauns upp á yfirborði í eldgosinu í Meradölum um þrjá rúmmetra á sekúndu frá laugardegi til mánudags, þegar tekið er tillit til holrýmishlutfalls í hrauninu.

Þorvaldur segir í samtali við mbl.is að staðan í dag sé hins vegar óbreytt frá því í gær.

„Hún er óbreytt frá því á mánudag. Það virðist vera sem það hafi dregið aðeins úr því, en þó nokkuð á sama dampi nema að það hafi dregist aðeins úr því.“

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Langmest í byrjun

Þorvaldur segir aðspurður að erfitt sé að segja til hvort umræddar mælingar bendi til þess hvort goslok séu nærri eða hvort nú er aðeins tímabundið lágmark í gosinu.

„Það er erfitt að segja til um það. Það var náttúrulega langmest í byrjun, um fimmtán rúmmetrar á sekúndu. En hraðinn á því hve hratt hraunflæðið fer minnkandi hefur minnkað líka, þannig ef það heldur þeim dampi sem það er á núna þá gæti það varað í töluverðan tíma.

En við vitum það líka að gos geta hætt skyndilega, en það geta verið utanaðkomandi atburðir sem valda því, s.s. jarðskjálfti sem veldur því að gosopið lokast.“

Þorvaldur telur gosið núna vera kjörið tækifæri til að undirbúa …
Þorvaldur telur gosið núna vera kjörið tækifæri til að undirbúa sig fyrir stærri eldgos. mbl.is/Árni Sæberg

Kjörið tækifæri 

Þorvaldur reiknar fastlega með því að nú sé hafið nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. Spurður út í hve lengi það varir segir hann það geta spannað nokkur árhundruð, einstakir eldar í ár til áratugi og einstök gos í vikur til mánuði.

„Það geta liðið nokkur ár á milli gosa, jafnvel nokkrir áratugir, en þetta verður svona. Svo er bara spurning hversu stór þau eru og hversu lengi þau vara. Eins og núna í þessi bæði skipti sem það hefur gosið á þessu tímabili þá eru þetta afl lítil gos sem eru á afmörkuðu landsvæði. Við gætum fengið gos sem eru nær innviðum og byggð, og geta valdið óþægindum og hugsanlega einhverju tjóni.

En þá er spurning hvað við gerum til að spyrna á móti, því að í raun erum við nú að undirbúa okkur sem best að skoða þá hluti sem hægt er að nýta til að draga úr áhrifum þessara eldgosa á mannlífið.“

Telur hann gosið núna vera kjörið tækifæri til að undirbúa sig fyrir stærri eldgos og ekki eftir neinu að bíða að rannsaka það til þaula til að læra hvernig við getum aukið skilning okkar á eldgosum sem og á hraunflæðinu sjálfu.

Eldgosasvæðið í Meradölum er lokað á morgun, miðvikudag, samkvæmt tilkynningu lögreglu.

mbl.is