„Ekki nýtt að Gunnar Smári geri mér upp skoðanir“

Alþingi | 16. ágúst 2022

„Ekki nýtt að Gunnar Smári geri mér upp skoðanir“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekar í færslu á facebook-síðu sinni rétt í þessu að honum finnist óeðlilegt að flokkur „sem nær engum þingmanni inn á Alþingi í kosningum fái um 120 milljónir í stuðning frá skattgreiðendum“, og vísar þannig til fjárframlaga Sósíalistaflokksins. 

„Ekki nýtt að Gunnar Smári geri mér upp skoðanir“

Alþingi | 16. ágúst 2022

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekar í færslu á facebook-síðu sinni rétt í þessu að honum finnist óeðlilegt að flokkur „sem nær engum þingmanni inn á Alþingi í kosningum fái um 120 milljónir í stuðning frá skattgreiðendum“, og vísar þannig til fjárframlaga Sósíalistaflokksins. 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekar í færslu á facebook-síðu sinni rétt í þessu að honum finnist óeðlilegt að flokkur „sem nær engum þingmanni inn á Alþingi í kosningum fái um 120 milljónir í stuðning frá skattgreiðendum“, og vísar þannig til fjárframlaga Sósíalistaflokksins. 

Bjarni svarar í leiðinni Gunnari Smára Egilssyni, sósíalistaforingja, sem sagði Bjarna vilja flokk sinn feigan. Það segir Bjarni ekki rétt og að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Gunnar Smári geri sér upp skoðanir að ræða. 

„Það er herbragð hans og reyndar sósíalista víða um lönd og iðulega gert til að draga athygli frá aðalatriði máls. Í þessu tilviki vill Gunnar Smári ekki ræða spurninguna sem ég velti upp,“ skrifar Bjarni meðal annars.

mbl.is