Stórvarasöm bráð farin að kreistast út

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. ágúst 2022

Stórvarasöm bráð farin að kreistast út

Bráð frá eldgosinu í Geldingadölum er farin að kreistast út úr eldra hrauninu, undan þunga nýja hraunsins sem lagst hefur ofan á það.

Stórvarasöm bráð farin að kreistast út

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. ágúst 2022

Frá gosstöðvunum í Meradölum.
Frá gosstöðvunum í Meradölum. mbl.is/Hákon

Bráð frá eldgosinu í Geldingadölum er farin að kreistast út úr eldra hrauninu, undan þunga nýja hraunsins sem lagst hefur ofan á það.

Bráð frá eldgosinu í Geldingadölum er farin að kreistast út úr eldra hrauninu, undan þunga nýja hraunsins sem lagst hefur ofan á það.

Á þetta bendir eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands og segir það stórvarasamt að vera á gamla hrauninu, þar sem bráðin komi út af miklum krafti þegar gamla hraunið brestur.

Sýna þversnið af hrauninu

Á grafi sem fylgir tilkynningunni má sjá þversnið nyrst og syðst í Meradölum og hvernig gamla hraunið hefur brugðist við því nýja.

„Syðst hefur komið upp mikil spýja af hrauni og nyrst hefur hraunið þanist út um nokkra metra og því hætta á að bráðin inni í hrauninu geti kreist út af krafti þegar skelin brestur.“

mbl.is