Þingflokksfundur í Borgarfirði

Alþingi | 16. ágúst 2022

Þingflokksfundur í Borgarfirði

Þó enn sé hásumar má sjá ýmis merki þess að það styttist í haustið og jafnvel veturinn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman í dag til þess að leggja drög að næsta þingvetri í sumarblíðunni í Borgarfirði, nánar tiltekið í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi í Stafholtstungum.

Þingflokksfundur í Borgarfirði

Alþingi | 16. ágúst 2022

Þingflokksfundur sjálfstæðismanna í Borgarfirði.
Þingflokksfundur sjálfstæðismanna í Borgarfirði.

Þó enn sé hásumar má sjá ýmis merki þess að það styttist í haustið og jafnvel veturinn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman í dag til þess að leggja drög að næsta þingvetri í sumarblíðunni í Borgarfirði, nánar tiltekið í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi í Stafholtstungum.

Þó enn sé hásumar má sjá ýmis merki þess að það styttist í haustið og jafnvel veturinn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman í dag til þess að leggja drög að næsta þingvetri í sumarblíðunni í Borgarfirði, nánar tiltekið í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi í Stafholtstungum.

Þessa dagana er ekki mikið um að vera í stjórnmálunum, svona á yfirborðinu, eins og sjá má af því að ekki var efnt til ríkisstjórnarfundar í dag. Það þýðir þó ekki að gervöll stjórnmálastéttin sé í fríi, en þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í dag og á morgun ásamt starfsmönnum þingflokksins, aðstoðarmönnum ráðherra og starfsmönnum Valhallar. 

Farið er yfir þau helstu mál sem sjálfstæðismenn hyggjast leggja áherslu á í þinginu á komandi vetri, ásamt því að ástand og horfur í íslenskum stjórnmálum almennt munu talsvert til umræðu.

Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman eftir tæpan mánuð, hinn 13. september, þó mögulegt sé að að það verði kallað saman til framhaldsfunda þegar þinginu hefur borist áður boðuð skýrsla ríkisendurskoðanda um sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka.

mbl.is