Gönguleiðir lokaðar vegna veðurs

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. ágúst 2022

Gönguleiðir lokaðar vegna veðurs

Gönguleiðir að gosstöðvunum eru lokaðar í dag vegna veðurs. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, auk þess sem upplýsingarnar koma fram inn á safetravel.is.

Gönguleiðir lokaðar vegna veðurs

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 17. ágúst 2022

Vegna vaxandi suaustanáttar með rigningu, stefnir gasið frá eldgosinu í …
Vegna vaxandi suaustanáttar með rigningu, stefnir gasið frá eldgosinu í norðvestur yfir Keflavík, Sandgerði og Garð. mbl.is/ Kristófer Liljar

Gönguleiðir að gosstöðvunum eru lokaðar í dag vegna veðurs. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, auk þess sem upplýsingarnar koma fram inn á safetravel.is.

Gönguleiðir að gosstöðvunum eru lokaðar í dag vegna veðurs. Þetta staðfestir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, auk þess sem upplýsingarnar koma fram inn á safetravel.is.

Kristín bendir á að ákvörðun hafi verið tekin af lögreglu, en skilyrði séu slæm vegna veðurofsa. 

Vegna vaxandi suðaustanáttar með rigningu, stefnir gasið frá eldgosinu í norðvestur yfir Keflavík, Sandgerði og Garð. Hægari suðlæg átt eftir hádegi mun koma til með að færa gasið til norðurs, yfir Voga og Faxaflóa. 

Gígurinn sífellt myndarlegri

Gígurinn verður sífellt myndarlegri og lokast meira af, að sögn Kristínar. Að öðru leyti er lítil breyting á gosinu. Það rennur en frá gígnum en hraunflæðið er þó aðeins breytilegt. Það hefur enn ekki runnið út úr Meradölum. 

Kynntar voru mælingar í gær sem sýndu fram á minnkandi rúmmál hraunsins. Kristín bendir á að það sé erfitt að mæla rúmmál hrauns, enda þurfi að taka mið af fjölda annarra þátta við slíkar mælingar. Því sé mikil óvissa og ekki hægt að draga of sterkar ályktanir af slíkum mælingum. 

Í gær var orðið ögn blautt við gosstöðvarnar.
Í gær var orðið ögn blautt við gosstöðvarnar. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson
mbl.is