Rómantískustu staðir landsins

Ferðaráð | 18. ágúst 2022

Rómantískustu staðir landsins

Nanna Gunnarsdóttir skrifar um rómantískustu staðina á landinu. Greinin birtist inn á síðunni Guide to Iceland. Hún segir svo marga fallega og stórbrotna staði vera á Íslandi að það sé erfitt að velja hvaða staðir séu rómantískastir. Þrátt fyrir það komst hún að þeirri niðurstöðu að fjórir staðir væri þeir allra rómantískustu, en þeir eru flestir í ökufjarlægð frá Reykjavík.

Rómantískustu staðir landsins

Ferðaráð | 18. ágúst 2022

Þetta eru rómantískustu staðirnir á Íslandi.
Þetta eru rómantískustu staðirnir á Íslandi. Samsett mynd

Nanna Gunnarsdóttir skrifar um rómantískustu staðina á landinu. Greinin birtist inn á síðunni Guide to Iceland. Hún segir svo marga fallega og stórbrotna staði vera á Íslandi að það sé erfitt að velja hvaða staðir séu rómantískastir. Þrátt fyrir það komst hún að þeirri niðurstöðu að fjórir staðir væri þeir allra rómantískustu, en þeir eru flestir í ökufjarlægð frá Reykjavík.

Nanna Gunnarsdóttir skrifar um rómantískustu staðina á landinu. Greinin birtist inn á síðunni Guide to Iceland. Hún segir svo marga fallega og stórbrotna staði vera á Íslandi að það sé erfitt að velja hvaða staðir séu rómantískastir. Þrátt fyrir það komst hún að þeirri niðurstöðu að fjórir staðir væri þeir allra rómantískustu, en þeir eru flestir í ökufjarlægð frá Reykjavík.

Þórsmörk 

Náttúruundur sem býður upp á fallegt útsýni hvert sem augað lítur, þú sérð fallegt berg, fjöll eða ár.  Hún segir að sólarupprás og sólsetur séu einstaklega falleg upplifun í Þórsmörk.

Það eru fjölmargir möguleikar þegar kemur að gistingu, hægt er að tjalda, gista í fjallakofum eða í minni einkakofum.

Það er hægt að fara í göngu upp frá Básum að Eyjafjallajökli og sjá gufu rísa upp úr jöklinum þar sem gosið var 2010.  Þórsmörk er aðallega áfangastaður yfir sumarið og minnir ferðamenn á að fara ekki þangað yfir veturinn án leiðsögumanns. Hún telur að Þórsmörk sé hinn fullkomni staður fyrir bónorð.

Valahnúkur í Þórsmörk.
Valahnúkur í Þórsmörk.

Snæfellsnes

Þjóðgarðurinn í kringum Snæfellsjökul er spennandi fyrir ferðamenn, með ríkt fuglalíf og þar eru fjölmargar gönguleiðir og heillandi litlir bæir.

Við Djúpalónssand er svört strönd sem heillar ferðamennina. Það er lítið og heillandi kaffihús sem heitir Gamla Rif þar er hægt að fá eina bragðbestu sjávarsúpu sem Nanna hefur smakkað.

Kirkjufell er vinsæll staður til að taka myndir, þá aðallega vegna þáttanna Game of Thrones. Útsýnið frá toppi Snæfellsjökuls er eitthvað sem allir ættu að fá að upplifa og þú sérð alla leið til Reykjavíkur og í réttu ljósi er himinninn, bleikur, appelsínugulur, gylltur og fjólublár. Sú upplifun er fullkomin fyrir turtildúfur í leit að rómantísku augnabliki.

Snæfellsjökull er rómantískur í sólarlaginu.
Snæfellsjökull er rómantískur í sólarlaginu. Eggert Jóhannesson

Reykjadalur

Nanna segir Reykjadal við Hveragerði vera einstaklega rómantískan stað. Þangað sé þokkalega auðvelt að ganga.

Það er rómantískt að baða sig í heitum læknum með þeim sem þú elskar á fallegu sumarkvöldi. Það er sniðugt að taka með sér smá nesti til að snæða við eða í læknum, vínglas eða súkkulaði og jarðaber til að gera upplifunina enn sérstakari.

Nanna mælir með að fólk bóki borð á Fjöruborðinu á Stokkseyri til að fá sér að borða eftir gönguna. 

Reykjadalur er ákaflega rómantískur.
Reykjadalur er ákaflega rómantískur. Ljósmynd/Dóra Magnúsdóttir

Íshellirinn í Vatnajökli 

Íshellirinn í Vatnajökli er vetraráfangastaður sem þú ferðast ekki á einn þíns liðs. Upplifunin að standa inn í jökli með ísskúlptúrana í kringum þig er eitthvað sem erfitt er að lýsa með orðum.

Það tekur smá tíma að komast á áfangastað og sniðugt að gera tveggja til þriggja daga ferð úr þessu. Það er mikið sem hægt er að sjá á leiðinni sem gerir ferðina áhugaverðari.

Nanna mælir með klettunum á Dyrhólaey, Seljalandsfossi, Gljúfrabúa, Fjaðrárgljúfri, Jökulsáalóni og Skaftafelli. Það er líka líklegt að sjá norðurljósin á þessu ferðarlagi þar sem það er vetur og lítið um ljósmengun. Norðurljósin njóta sín einstaklega vel í því umhverfi og dansa fallega.   

Íshellir í Vatnajökli.
Íshellir í Vatnajökli. mbl.is/RAX
mbl.is