Þorsteinn segir tekjur sínar ofáætlaðar

Áhrifavaldar | 18. ágúst 2022

Þorsteinn segir tekjur sínar ofáætlaðar

Hlaðvarpsstjórnandinn Þorsteinn V. Einarsson segist ekki hafa verið með 1,3 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári. Skattframtalið hans hafi ekki verið sent inn til ríkisskattsstjóra á réttum tíma og því hafi tekjur hans verið ofáætlaðar. Hann birtir launaseðil frá síðasta ári sem sýnir að tekjur hans voru um 700 þúsund krónur þann mánuðinn. 

Þorsteinn segir tekjur sínar ofáætlaðar

Áhrifavaldar | 18. ágúst 2022

Þorsteinn V. Einarsson segist ekki hafa verið með 1,3 milljónir …
Þorsteinn V. Einarsson segist ekki hafa verið með 1,3 milljónir á mánuði að meðaltali á síðasta ári.

Hlaðvarpsstjórnandinn Þorsteinn V. Einarsson segist ekki hafa verið með 1,3 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári. Skattframtalið hans hafi ekki verið sent inn til ríkisskattsstjóra á réttum tíma og því hafi tekjur hans verið ofáætlaðar. Hann birtir launaseðil frá síðasta ári sem sýnir að tekjur hans voru um 700 þúsund krónur þann mánuðinn. 

Hlaðvarpsstjórnandinn Þorsteinn V. Einarsson segist ekki hafa verið með 1,3 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári. Skattframtalið hans hafi ekki verið sent inn til ríkisskattsstjóra á réttum tíma og því hafi tekjur hans verið ofáætlaðar. Hann birtir launaseðil frá síðasta ári sem sýnir að tekjur hans voru um 700 þúsund krónur þann mánuðinn. 

Þorsteinn stýrir hlaðvarpinu Karlmennskan og heldur úti vinsælli síðu á Instagram undir sama nafni.

Greint var frá því í dag að Þorsteinn hefði verið með 1,3 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári. Það kemur fram á DV og Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

„Hljómar eins og lygasaga“

„Ástæða mismunarins felst í því að allur rekstur í tengslum við Karlmennskuna (átakið jákvæð karlmennska, þ.m.t. styrkir vegna grafíkur, auglýsinga o.fl., leiga húsnæðis, kaup búnaðar o.fl.) er áætlað sem laun. Á meðan stór hluti er kostnaður. Þetta hljómar eins og lygasaga, en ástæða þess að launin eru sögð mun hærri en þau eru í raun er vegna þess að endurskoðandinn gleymdi að skila skattframtalinu mínu,“ skrifar Þorsteinn í færslu á Instagram. 

Að lokum segist Þorsteinn alveg vera til í að vera með rúma milljón á mánuði, en honum finnist þó mikilvægara að vera heiðarlegur og leiðrétta misskilninginn. 

View this post on Instagram

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

mbl.is