Nóg að gera í þyrluferðunum

Eldgos á Reykjanesskaga | 19. ágúst 2022

Nóg að gera í þyrluferðunum

„Þetta er kannski aðeins að róast en það er enn mikið streymi fólks að panta ferðir hjá okkur, þá bæði túristar og Íslendingar,“ segir Elísabet Emma Pálsdóttir, söluráðgjafi hjá Norðurflugi, í samtali við mbl.is um aðsókn í þyrluferðir yfir eldgosið í Meradölum um þessar mundir.

Nóg að gera í þyrluferðunum

Eldgos á Reykjanesskaga | 19. ágúst 2022

Ljósmynd/Benjamin Hardiman

„Þetta er kannski aðeins að róast en það er enn mikið streymi fólks að panta ferðir hjá okkur, þá bæði túristar og Íslendingar,“ segir Elísabet Emma Pálsdóttir, söluráðgjafi hjá Norðurflugi, í samtali við mbl.is um aðsókn í þyrluferðir yfir eldgosið í Meradölum um þessar mundir.

„Þetta er kannski aðeins að róast en það er enn mikið streymi fólks að panta ferðir hjá okkur, þá bæði túristar og Íslendingar,“ segir Elísabet Emma Pálsdóttir, söluráðgjafi hjá Norðurflugi, í samtali við mbl.is um aðsókn í þyrluferðir yfir eldgosið í Meradölum um þessar mundir.

Síðastliðinn laugardag voru þrjár þyrlur á ferð yfir gosið og fóru þær um 8-11 ferðir hver, en það komast 5-6 farþegar í hverja þyrlu. 

„Auðvitað sækja Íslendingar meira í helgarnar. Það biðja líka margir um að fá að fljúga í myrkrinu en við megum bara fljúga í dagsbirtu. Annars er brjálað að gera frá 8-20 alla daga og við fljúgum svo lengi sem veður leyfir,“ segir Elísabet.

Ná betur utan um þetta núna

Elísabet segir fyrirtækið ná betur að halda utan um ferðirnar núna en í fyrra þegar gaus við Fagradalsfjall í Geldingadölum. 

„Við náðum að skipuleggja okkur miklu betur núna en ég finn fyrir svipuðum fjölda fólks. Annars lærðum við mikið í fyrra hvernig við eigum á að tækla þennan mikla fjölda pantana.“

Miðvikudaginn 10. ágúst síðastliðinn fór fyrsta þyrluferðin í loftið klukkan 9 og síðasta ferð kom til baka 22.30, en þá flugu alls 134 farþegar yfir gosstöðvarnar. „Þetta var mjög langur dagur,“ útskýrir Elísabet létt í bragði.

Mega aðeins fljúga í dagsbirtu

Norðurflug hefur aðeins heimild til að fljúga með farþega í dagsbirtu. Sólin mun setjast um hálfníuleytið í byrjun september og þá mun fyrirkomulagið breytast eitthvað.

„Allar vélar verða að vera lentar fyrir klukkan 23 núna. Við munum reyna að nýta hvern einasta klukkutíma í dagsbirtu og fljúga eins mikið og við getum,“ segir Elísabet að endingu.

mbl.is