Enginn órói en sást í rennandi hraun

Eldgos á Reykjanesskaga | 22. ágúst 2022

Enginn órói en sást í rennandi hraun

Í nótt sást í rennandi hraun við eldstöðvarnar í Meradölum þrátt fyrir að engin virkni hafi sést í gígnum síðan í gærmorgun. Slíkt er eðlilegt að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni sem segir líklegt að þar sé enn hraun sem sé að kólna eftir að hafa komið upp áður en virknin datt niður í gær. Enginn órói mælist, en slíkt hefur hingað til verið fylgifiskur virkni í núverandi gíg sem og gosinu í fyrra.

Enginn órói en sást í rennandi hraun

Eldgos á Reykjanesskaga | 22. ágúst 2022

Svanur og Arnúlfur voru staddir við eldstöðvarnar í nótt og …
Svanur og Arnúlfur voru staddir við eldstöðvarnar í nótt og tóku þá eftir rennandi hrauni, þrátt fyrir að gosið væri komið í dvala. Ljósmynd/Svanur Gabriele

Í nótt sást í rennandi hraun við eldstöðvarnar í Meradölum þrátt fyrir að engin virkni hafi sést í gígnum síðan í gærmorgun. Slíkt er eðlilegt að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni sem segir líklegt að þar sé enn hraun sem sé að kólna eftir að hafa komið upp áður en virknin datt niður í gær. Enginn órói mælist, en slíkt hefur hingað til verið fylgifiskur virkni í núverandi gíg sem og gosinu í fyrra.

Í nótt sást í rennandi hraun við eldstöðvarnar í Meradölum þrátt fyrir að engin virkni hafi sést í gígnum síðan í gærmorgun. Slíkt er eðlilegt að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni sem segir líklegt að þar sé enn hraun sem sé að kólna eftir að hafa komið upp áður en virknin datt niður í gær. Enginn órói mælist, en slíkt hefur hingað til verið fylgifiskur virkni í núverandi gíg sem og gosinu í fyrra.

Ljósmyndarinn Arnúlfur og drónaflugmaðurinn Svanur Gabriele voru á ferð við eldstöðvarnar í nótt og náðu mynd af rennandi hrauni  við sunnan megin við gíginn. Svanur segir í samtali við mbl.is að þeir hafi komið þarna um kvöldið og í upphafi hafi þeir ekki séð neitt fljótandi hraun, en svo var eins og það hafi allt í einu birst um klukkan hálf ellefu. Segir hann að mögulega hafi hraun brotnað ofan í fljótandi hraun sem leyndist undir, en að það séu þó bara getgátur.

Enginn órói mælst frá í gærmorgun

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir eðlilegt að fljótandi hraun sjáist svo stuttu eftir að virkni datt niður í gígnum. Hún segir allt benda til þess að eldgosið sé enn í dvala og vísar í að enginn órói mælist á svæðinu. Í fyrra þegar gaus hafi það einnig gerst að órói og þar með virkni hafi dottið niður í nokkra daga og hafi gosið þá verið í dvala líkt og nú.

Lovísa segir að engin virkni hafi sést í vefmyndavélum í nótt og að ekkert bendi heldur til þess að hraun renni í hraunrásum undir storknaða hrauninu meðan enginn órói mælist. Hins vegar sást í gær hraunbreiða lengra frá gígnum og segir hún að það sé enn einhver glóð í hrauninu, enda gríðarlega mikill hiti. „En við erum ekki að sjá neitt koma úr gígnum og þetta er því eitthvað gamalt,“ segir hún.

Var með fjölda verkefna sem tengdust gosinu

Engir fundir hafa verið áformaðir vegna gossins í dag, en Lovísa bendir þó á að vísindaráðsfundir séu oft boðaðir með stuttum fyrirvara þegar eitthvað gerist. En eins og staðan sé núna fylgist starfsmennirnir bara með vefmyndavélum, óróamælum og öðrum tækjum sem komið hefur verið upp til að fylgjast með óróleikanum á Reykjanesskaga.

Svanur hefur farið að gosinu næstum daglega frá því að það byrjaði aftur að gjósa og hann segir leiðinlegt að það sé nú komið í dvala, enda hafi hann verið komin með þó nokkur verkefni vegna þess, meðal annars sem höfðu verið áformuð á komandi dögum og vikum.

mbl.is