Formúlukappi á tilfinningaþrungnu ferðalagi

Stjörnur á ferð og flugi | 22. ágúst 2022

Formúlukappi á tilfinningaþrungnu ferðalagi

Lewis Hamilton, aksturskappi hjá Mercedes í Formúlu-1, hefur síðustu vikur verið á ferðalagi um Afríku. Hann segir ferðalagið hafa breytt sér til frambúðar, en hann ferðaðist meðal annars til Namibíu, Rúanda, Kenýu og Tansaníu. 

Formúlukappi á tilfinningaþrungnu ferðalagi

Stjörnur á ferð og flugi | 22. ágúst 2022

Formúlukappinn Lewis Hamilton.
Formúlukappinn Lewis Hamilton. Skjáskot/Instagram

Lewis Hamilton, aksturskappi hjá Mercedes í Formúlu-1, hefur síðustu vikur verið á ferðalagi um Afríku. Hann segir ferðalagið hafa breytt sér til frambúðar, en hann ferðaðist meðal annars til Namibíu, Rúanda, Kenýu og Tansaníu. 

Lewis Hamilton, aksturskappi hjá Mercedes í Formúlu-1, hefur síðustu vikur verið á ferðalagi um Afríku. Hann segir ferðalagið hafa breytt sér til frambúðar, en hann ferðaðist meðal annars til Namibíu, Rúanda, Kenýu og Tansaníu. 

Hamilton hefur verið duglegur að deila myndum frá ferðalagi sínu á Instagram, en undir myndirnar skrifar hann langa texta um tilfinningarnar sem hann hefur upplifað undanfarnar vikur og því ljóst að ferðalagið hafi haft mikil áhrif á hann.  

„Ég er ekki sami maður og ég var fyrir þessa ferð. Öll fegurðin, ástin og friðsældin sem ég upplifði hefur gjörsamlega umbreytt mér,“ skrifaði aksturskappinn við eina færslu sína. 

Að sögn Hamilton vildi hann eyða sumrinu í að tengjast forfeðrum sínum. „Ég tengdist rótum mínum og sögu minni, og ég finn það sterkara núna en nokkru sinni fyrr að forfeður mínir eru með mér,“ bætti hann við. 

mbl.is