0,75 prósentustig „ansi mikil hækkun“

Vextir á Íslandi | 24. ágúst 2022

0,75 prósentustig „ansi mikil hækkun“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur, sem kynnt var í dag á fundi peningastefnunefndar, sé mikil. Mælikvarðinn hafi hliðrast til vegna mikilla hækkana stýrivaxta í sumar.

0,75 prósentustig „ansi mikil hækkun“

Vextir á Íslandi | 24. ágúst 2022

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Hákon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur, sem kynnt var í dag á fundi peningastefnunefndar, sé mikil. Mælikvarðinn hafi hliðrast til vegna mikilla hækkana stýrivaxta í sumar.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur, sem kynnt var í dag á fundi peningastefnunefndar, sé mikil. Mælikvarðinn hafi hliðrast til vegna mikilla hækkana stýrivaxta í sumar.

„75 punkta hækkun er mikil hækkun. Mælikvarðinn hvað sé lítil eða mikil hækkun hefur eitthvað hliðrast til. Við tókum tvær 100 punkta hækkanir í sumar því verðbólga hefur verið að hækka miklu hraðar en við vorum að búast við,“ segir Ásgeir.

„Vaxtahækkanir eru að einhverju leyti gríðarlega mikið inngrip á fjarmálamarkaðinn. 75 punkta hækkun er ansi mikil hækkun myndi ég segja.“

Rann­veig Sig­urðardótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu, tekur í sama streng:

„75 punktar er rosalega mikið. Helst viljum við aldrei taka meira en 25 punkta skref í hvora áttina. Hluti af ákvörðuninni er að þetta gæti snúist mjög hratt.“

„Þetta er að ganga miklu betur hjá okkur“

Ásgeir segir að 100 punkta hækkanirnar tvær í sumar séu að skila árangri.

„Við sjáum árangur, það eru merki um það að fasteignamarkaðurinn sé aðeins farinn að kólna,“ segir Ásgeir og bætir við að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hafi minnkað. 

Hann segir muninn á verðbólguspánum á Íslandi og erlendis vera að samtímis og verðbólguhorfurnar eru uppfærðar hér á landi er líka verið að hækka hagvaxtahorfurnar.

„Þessi aukna verðbólga sem við erum að spá stafar af því að hagvaxtahorfurnar eru alltaf að batna. Sem er alveg öfugt við hin löndin þar sem er alltaf verið að tala meira um kreppu og kreppuverðbólgu. Þetta er að ganga miklu betur hjá okkur,“ segir Ásgeir.

Hann segir að það sé hins vegar áhyggjuefni ef helstu viðskiptalönd Íslands séu að „detta í kreppu“.

„Hvernig okkur gengur veltur mikið á því hvernig okkur gengur að flytja út,“ segir Ásgeir.

mbl.is