„Villuljós“ hjá forseta ASÍ

Vextir á Íslandi | 24. ágúst 2022

„Villuljós“ hjá forseta ASÍ

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, metur trúverðugleika Seðlabankans mikinn. Bankinn sé að stíga inn í og halda áfram með vaxtahækkunarferlið líkt og lýst hafði verið yfir. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í morgun. Er það svipuð hækkun og Halldór gerði ráð fyrir.

„Villuljós“ hjá forseta ASÍ

Vextir á Íslandi | 24. ágúst 2022

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ljóst að verðbólgan stafi …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir ljóst að verðbólgan stafi ekki bara af húsnæðisliðnum. mbl/Arnþór Birkisson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, metur trúverðugleika Seðlabankans mikinn. Bankinn sé að stíga inn í og halda áfram með vaxtahækkunarferlið líkt og lýst hafði verið yfir. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í morgun. Er það svipuð hækkun og Halldór gerði ráð fyrir.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, metur trúverðugleika Seðlabankans mikinn. Bankinn sé að stíga inn í og halda áfram með vaxtahækkunarferlið líkt og lýst hafði verið yfir. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í morgun. Er það svipuð hækkun og Halldór gerði ráð fyrir.

Hins vegar sé ljóst að verðbólgan stafi ekki bara af húsnæðisliðnum og það valdi áhyggjum.

„Þegar við skoðun rökstuðninginn þá sér maður að verðbólga án húsnæðisliðar er rétt um 7,5 prósent, sem veldur áhyggjum. Það segir okkur verðbólgan stafar ekki bara af húsnæðislið og hrávöruhækkunum erlendis, heldur hækka aðrir liðir líka.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom fram að verðbólguhorfur hefðu versnað. Verðbólga hefði aukist og í júlí hefði hún mælst 9,9 prósent.

„Bankinn hefur lýst því mjög afdráttarlaust yfir að hann stígi inn í og haldi áfram með vaxtahækkunarferlið svo lengi sem verðbólgan verður jafnþrálát og raun ber vitni. Ég tel að hann sé að gera það með mjög óyggjandi hætti í dag,“ segir Halldór í samtali við mbl.is.

Forgangsverkefni að ná tökum á verðbólgunni

Teikn séu á lofti um að toppi verðbólgukúfsins sé náð eða honum verði náð fljótlega og það séu hagsmunir fyrirtækja og almennings að verðbólgan verði kveðin hratt í kútinn.

„Við höfum búið við tímabil verðstöðugleika lengi núna, svo nokkrum árum nemur. Það er eðlilegt að það fenni í sporin í huga fólks en þrálát verðbólga kemur öllum illa, sama hvort það eru fyrirtæki eða heimili,“ segir Halldór. Það eigi því að vera forgangsverkefni aðila vinnumarkaðar, stjórnvalda og Seðlabanka að ná tökum á verðbólgunni á næstunni.

Kristján Þórður Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hann teldi líklegt að hækkun stýrivaxta myndi frekar ýta undir verðbólgu og gera hana þrálátari en ella.

Halldór segir þetta „villuljós“ hjá forseta ASÍ.

„Þetta er algeng hugsanavilla sem fáir hagfræðingar halda fram. Arnór Sighvatsson fer í þetta sérstaklega í greinargerð sinni sem hann skilaði forsætisráðherra á vettvangi þjóðhagsráðs og fjallar sérstaklega um þessa hugsanavillu. Hún er skiljanleg en ég get ekki tekið undir hana og hafna henni.“

mbl.is