Ráða landverði þrátt fyrir möguleg goslok

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. ágúst 2022

Ráða landverði þrátt fyrir möguleg goslok

Enn stendur til að ráða landverði við gosstöðvarnar í Meradölum þrátt fyrir hugsanleg goslok.

Ráða landverði þrátt fyrir möguleg goslok

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. ágúst 2022

Eldgos - Meradalir
Eldgos - Meradalir Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Enn stendur til að ráða landverði við gosstöðvarnar í Meradölum þrátt fyrir hugsanleg goslok.

Enn stendur til að ráða landverði við gosstöðvarnar í Meradölum þrátt fyrir hugsanleg goslok.

„Það verður enn þá fólk sem að fer þangað í göngu og þarf að upplýsa um náttúruna og hættur,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is.

Inga Dóra segir svipað hafa verið upp á teningnum í síðasta gosi. Þá hafi Umhverfisstofnun haldið landvörslu áfram þrátt fyrir að gosinu væri lokið.

Viðbragðsaðilar hafa staðið vaktina til þessa.
Viðbragðsaðilar hafa staðið vaktina til þessa. mbl.is/Sigurður Bogi

40 sótt um stöðu landvarðar

Almannavarnir höfðu sett upp áætlun um stóraukna landvörslu á svæðinu. Inga Dóra segir forsendur nú auðvitað breyttar og verði landvarslan því ekki eins mikil og fyrst var gert ráð fyrir. Segir hún að nú standi til að hafa tvo landverði á virkum dögum og þrjá um helgar.

Alls hafa 40 manns sótt um stöðu landvarðar en umsóknarfrestur rennur út í dag. 

Í auglýsingu sinni gerir Umhverfisstofnun kröfu um landvarðarréttindi. Helstu verk­efni land­varða er að gæta þess að ákvæðum nátt­úru­vernd­ar­laga sé fylgt, veita gest­um upp­lýs­ing­ar og hafa eft­ir­lit með akstri utan vega á svæðinu.

mbl.is