Fyrrverandi stjörnupar sólar sig á Bahamaeyjum

Stjörnur á ferð og flugi | 29. ágúst 2022

Fyrrverandi stjörnupar sólar sig á Bahamaeyjum

Fyrrverandi kærustuparið Irina Shayk og Bradley Cooper eru nú stödd í fríi á Bahamaeyjum þar sem þau virðast njóta sín í botn. Shayk og Cooper þóttu heitasta par Hollywood í þau fjögur ár sem þau voru saman en þau slitu sambandi sínu í júní 2019. 

Fyrrverandi stjörnupar sólar sig á Bahamaeyjum

Stjörnur á ferð og flugi | 29. ágúst 2022

Fyrirsætan Irina Shayk og leikarinn Bradley Cooper voru saman á …
Fyrirsætan Irina Shayk og leikarinn Bradley Cooper voru saman á árunum 2015 til 2019. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi kærustuparið Irina Shayk og Bradley Cooper eru nú stödd í fríi á Bahamaeyjum þar sem þau virðast njóta sín í botn. Shayk og Cooper þóttu heitasta par Hollywood í þau fjögur ár sem þau voru saman en þau slitu sambandi sínu í júní 2019. 

Fyrrverandi kærustuparið Irina Shayk og Bradley Cooper eru nú stödd í fríi á Bahamaeyjum þar sem þau virðast njóta sín í botn. Shayk og Cooper þóttu heitasta par Hollywood í þau fjögur ár sem þau voru saman en þau slitu sambandi sínu í júní 2019. 

Shayk birti myndaröð frá fríinu á Instagram-reikningi sínum, en þar leyndist mynd af fyrrverandi parinu sem geislar af hamingju. Eftir myndbirtinguna hafa sögusagnir farið á kreik um að neistinn milli Shayk og Cooper hafi kviknað á ný.

View this post on Instagram

A post shared by irina shayk (@irinashayk)

Shayk og Cooper eiga saman fimm ára dótturina Leu De Seine, en þau hafa talað opinskátt um mikilvægi þess að eiga gott samband vegna dóttur sinnar eftir sambandsslitin, en þau eru sögð eiga í hlýlegu og einlægu sambandi. Því þykir mörgum líklegt að stjörnurnar séu einfaldlega í fjölskyldufríi ásamt dóttur sinni. 

mbl.is