Óvenju mörg dauðsföll á þessu ári

Kórónuveiran Covid-19 | 29. ágúst 2022

Óvenju mörg dauðsföll á þessu ári

Óvenju fá dauðsföll af öllum orsökum voru hjá aldurshópnum 70 ára og eldri í janúar til mars og september og október í fyrra.

Óvenju mörg dauðsföll á þessu ári

Kórónuveiran Covid-19 | 29. ágúst 2022

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Óvenju fá dauðsföll af öllum orsökum voru hjá aldurshópnum 70 ára og eldri í janúar til mars og september og október í fyrra.

Óvenju fá dauðsföll af öllum orsökum voru hjá aldurshópnum 70 ára og eldri í janúar til mars og september og október í fyrra.

Líklega hafa sóttvarnaaðgerðir á þessum tíma verndað þennan aldurshóp því sýkingum fækkaði almennt mikið á þessum tíma, segir í tilkynningu frá embætti landlæknis þar sem fjallað er um umframdauða á Íslandi.

Óvenju mörg dauðsföll voru aftur á móti í þessum aldurshópi í mars, apríl og júlí á þessu ári miðað við fyrri ár. Líkleg skýring er sögð sú að fækkun fyrri ára hafi leitt til fjölgunar síðar meir. Einnig er líklegt að mikil útbreiðsla Covid-19 á þessu ári hafi leitt til aukningar dauðsfalla.

Fram kemur að andlát er flokkað sem Covid-tengt ef Covid-smit viðkomandi var innan mánaðar fyrir andlátið. Með mikilli útbreiðslu Covid-19 er líklegt að stór hluti þeirra sem lést hafi sýkst mánuðinn á undan.

mbl.is