Svipuð velta og fyrir faraldur

Ferðamenn á Íslandi | 29. ágúst 2022

Svipuð velta og fyrir faraldur

Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu nam 139 milljörðum króna frá maí til júní á þessu ári og er hún því á svipuðum slóðum og á árunum fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Svipuð velta og fyrir faraldur

Ferðamenn á Íslandi | 29. ágúst 2022

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Ómar Óskarsson

Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu nam 139 milljörðum króna frá maí til júní á þessu ári og er hún því á svipuðum slóðum og á árunum fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu nam 139 milljörðum króna frá maí til júní á þessu ári og er hún því á svipuðum slóðum og á árunum fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum var velta í greininni 19% hærri í maí-júní í ár en á sama tímabili 2019. Hafa ber í huga að þessar tölur eru á verðlagi hvers árs og hefur vísitala neysluverðs hækkað um 16% á milli þessara tímabila, að því er segir í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Mikill munur er á einstökum greinum ferðaþjónustu. Velta í veitingasölu og -þjónustu jókst um 33% á meðan velta í farþegaflutningum með flugi jókst um 7%.

Velta í olíuverslun tvöfaldaðist á milli ára enda hefur eldsneytisverð hækkað tölvert og trúlegt að sala hafi aukist vegna fleiri ferðamanna og aukningar á millilandaflugi. Eldsneytisliður vísitölu neysluverðs hækkaði um 37% á milli maí-júní 2021 og sömu mánaða 2022.

Þá jókst velta einnig mikið í framleiðslu málma og í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja.

mbl.is