Harry Potter-stjarna brjáluð út í flugfélag

Stjörnur á ferð og flugi | 30. ágúst 2022

Harry Potter-stjarna brjáluð út í flugfélag

Breski leikarinn Matthew Lewis, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Neville Longbottom í Harry Potter-kvikmyndunum, jós úr skálum reiði sinnar yfir flugfélagið Air Canada á dögunum, en hann segir að honum hafi verið hent af fyrsta farrými þegar hann flaug frá Bandaríkjunum til Kanada á dönum. 

Harry Potter-stjarna brjáluð út í flugfélag

Stjörnur á ferð og flugi | 30. ágúst 2022

Matthew Lewis var meinaður aðgangur að fyrsta farrými hjá Air …
Matthew Lewis var meinaður aðgangur að fyrsta farrými hjá Air Canada. Skjáskot/Instagram

Breski leikarinn Matthew Lewis, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Neville Longbottom í Harry Potter-kvikmyndunum, jós úr skálum reiði sinnar yfir flugfélagið Air Canada á dögunum, en hann segir að honum hafi verið hent af fyrsta farrými þegar hann flaug frá Bandaríkjunum til Kanada á dönum. 

Breski leikarinn Matthew Lewis, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Neville Longbottom í Harry Potter-kvikmyndunum, jós úr skálum reiði sinnar yfir flugfélagið Air Canada á dögunum, en hann segir að honum hafi verið hent af fyrsta farrými þegar hann flaug frá Bandaríkjunum til Kanada á dönum. 

„Staðfest. Air Canada er versta flugfélagið í Norður Ameríku. Og það þýðir virkilega eitthvað,“ tísti Lewis. 

Í svörum á Twitter segist hann hafa átt bókað á fyrsta farrými frá Orlando til Torontó. Þegar hann kom að hliðinu að fyrsta farrými segir hann að starfsfmaður félagsins hafi rifið miðann hans í sundur og vísað honum að almenna farrýminu og sagt að flugið væri fullt. 

Leikarinn segist aldrei hafa upplifað annað eins og þegar hann hafi beðið um betri útskýringar hafi honum verið bent á þjónustuborðið hjá Air Canada. Þegar hann spurði hvar það væri, var honum sagt að það væri í Torontó, en hann var enn í Orlando. 

mbl.is