Segir sóttvarnir í faraldrinum á veikum grunni byggðar

Kórónuveiran COVID-19 | 30. ágúst 2022

Sunak segir sóttvarnir í faraldrinum á veikum grunni byggðar

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, segir að hinar hörðu sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Bretlandi hafi verið byggðar á veikum vísindalegum grunni. Þær hafi alls ekki verið vegnar og metnar í ríkisstjórninni og öll gagnrýni kveðin í kútinn.

Sunak segir sóttvarnir í faraldrinum á veikum grunni byggðar

Kórónuveiran COVID-19 | 30. ágúst 2022

Rishi Sunak.
Rishi Sunak. AFP/Justin Tallis

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, segir að hinar hörðu sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Bretlandi hafi verið byggðar á veikum vísindalegum grunni. Þær hafi alls ekki verið vegnar og metnar í ríkisstjórninni og öll gagnrýni kveðin í kútinn.

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, segir að hinar hörðu sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Bretlandi hafi verið byggðar á veikum vísindalegum grunni. Þær hafi alls ekki verið vegnar og metnar í ríkisstjórninni og öll gagnrýni kveðin í kútinn.

Ekki hafi mátt ræða kostnaðinn; hvorki hinn fjárhagslega né hinn félagslega. Þar vísar Sunak til þess að allt skólastarf lamaðist í tvö ár og að heilbrigðiskerfið hafi nánast ekki sinnt neinum hefðbundnum verkefnum með þeim afleiðingum að dánartíðni snarhækkaði og biðlistar hafi orðið óviðráðanlegir. Orð Sunaks hafa vakið mikla athygli og umræðu, sem ekki sér fyrir endann á. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is