„Þetta er skelfileg þróun“

Vextir á Íslandi | 30. ágúst 2022

„Þetta er skelfileg þróun“

„Þetta er alveg skelfileg þróun, að það sé verið að ýta fólki aftur út í verðtryggð lán.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum um við aukinni lántöku í verðtryggðum lánum sem greint var frá í Morgunblaðinu á mánudaginn. 

„Þetta er skelfileg þróun“

Vextir á Íslandi | 30. ágúst 2022

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Eggert

„Þetta er alveg skelfileg þróun, að það sé verið að ýta fólki aftur út í verðtryggð lán.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum um við aukinni lántöku í verðtryggðum lánum sem greint var frá í Morgunblaðinu á mánudaginn. 

„Þetta er alveg skelfileg þróun, að það sé verið að ýta fólki aftur út í verðtryggð lán.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum um við aukinni lántöku í verðtryggðum lánum sem greint var frá í Morgunblaðinu á mánudaginn. 

„Ég sat í sérfræðingahóp um afnám vertyggingarinnar árið 2003 þar sem allir voru sammála um að þessi lán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna. Þrátt fyrir það hefur það ekki verið gert,“ segir Vilhjálmur sem löngum hefur barist fyrir afnámi vertyggingarinnar. 

Vilhjálmur segir að reynslan sýni að þrátt fyrir að greiðslubyrgði lánanna sé lægri til að byrja með líði aðeins sjö til tíu ár þar til hún er orðin svipuð og ef lánið hefði verið óverðtryggt. 

„Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið eru þrjátíu og fimmtíu milljón króna lán að hækka um eina til fjórar milljónir á ári vegna vaxandi verðbólgu.“

Stýrivaxtahækkun bíti ekki á verðtryggingu 

Vilhjálmur segir að stýrivaxtatæki Seðlabankans virki ekki þegar kemur að vertryggðum lánum. „Það þýðir lítið fyrir Seðlabankann að hækka stýrivexti ef að viðskiptabankarnir ýta síðan lántökum út í vertryggð lán. Þá hættir þetta tæki að virka.“

Hann segir Seðlabankann hafa gert heiðarlega tilraun til að sporna við aukinni verðtryggðri lántöku með því að herða lántökuskilyrðin en það hafi ekki dugað til. 

mbl.is