Aldrei fleiri gistinætur í einum mánuði og í júlí

Ferðamenn á Íslandi | 31. ágúst 2022

Aldrei fleiri gistinætur í einum mánuði og í júlí

Heildarfjöldi gistinátta á skráðum gististöðum á landinu öllu í júlí voru samtals 1.550.600 og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hér á landi. Það jafngildir því að rúmlega 50 þúsund  gistu hverja nótt hér á landinu í mánuðinum.

Aldrei fleiri gistinætur í einum mánuði og í júlí

Ferðamenn á Íslandi | 31. ágúst 2022

Gistinætur hér á landi hafa aldrei verið jafn margar í …
Gistinætur hér á landi hafa aldrei verið jafn margar í einum mánuði og í júlí, en þá voru gistinæturnar um 1,55 milljónir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarfjöldi gistinátta á skráðum gististöðum á landinu öllu í júlí voru samtals 1.550.600 og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hér á landi. Það jafngildir því að rúmlega 50 þúsund  gistu hverja nótt hér á landinu í mánuðinum.

Heildarfjöldi gistinátta á skráðum gististöðum á landinu öllu í júlí voru samtals 1.550.600 og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hér á landi. Það jafngildir því að rúmlega 50 þúsund  gistu hverja nótt hér á landinu í mánuðinum.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 82% af heildinni, eða um 1.27 milljónir. Það er rúmlega tvöföldun frá sama mánuði í fyrra þegar gistinæturnar voru rúmlega 588 þúsund. Gistinætur Íslendinga voru um 279 þúsund, sem eru um helmingi færri en á fyrra ári.

Mesti fjöldi gistinátta sem áður hafði mælst hér á landi var í júlí árið 2017, en þá var fjöldinn 1.402 þúsund. Næst mesti fjöldinn var í júlí árið 2016, en þá var fjöldinn 1.380 þúsund.

Gistinætur á hótelum í júlí voru 599.200 og jókst hótelgisting í öllum landshlutum samanborið við júlí 2021. Mest var hlutfallsleg aukning á höfuðborgarsvæðinu eða 89%. Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum tæplega tvöfölduðust á milli ára og voru 495.900. Gistinætur Íslendinga voru 103.300 og er það 15% fækkun frá fyrra ári.

Á tólf mánaða tímabili, frá ágúst 2021 til júlí 2022, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.091.300 sem er rúmlega þrefalt meira en á sama tímabili árið áður. Aukning var í öllum landshlutum á þessu tímabili.

Þegar horft er til ársins 2022 er heildarfjöldi gistinátta til og með júlí samtals 4.819 þúsund, en til samanburðar var fjöldinn 2.143 þúsund í fyrra. Ef horft er til áranna fyrir faraldur var fjöldinn árið 2019 samtals 4.751 þúsund á þessum fyrstu sjö mánuðum ársins. Árið 2018 var fjöldinn 4.857 þúsund og árið 2017 var hann 4.892 þúsund. Það munar því einungis um 70 þúsund gistinóttum til að fjöldinn í ár sé sá sami og þegar flest var.

mbl.is