Minnir á mikilvægi sóttvarna í síðasta sinn

Kórónuveiran Covid-19 | 31. ágúst 2022

Í síðasta sinn minnir Þórólfur á mikilvægi sóttvarna

„Ég segi bara ágætt í dag, eins og flesta aðra daga,“ segir Þórólfur Guðnason á síðasta starfsdegi sínum sem sóttvarnalæknir þegar blaðamaður sló á þráðinn. Hógvær og lítillátur vildi Þórólfur ekki gera mikið úr því að hann væri að láta af störfum í dag eftir viðburðaríkan feril sem segja má að hafi náð hátindi sínum síðustu þrjú ár eða svo. 

Í síðasta sinn minnir Þórólfur á mikilvægi sóttvarna

Kórónuveiran Covid-19 | 31. ágúst 2022

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég segi bara ágætt í dag, eins og flesta aðra daga,“ segir Þórólfur Guðnason á síðasta starfsdegi sínum sem sóttvarnalæknir þegar blaðamaður sló á þráðinn. Hógvær og lítillátur vildi Þórólfur ekki gera mikið úr því að hann væri að láta af störfum í dag eftir viðburðaríkan feril sem segja má að hafi náð hátindi sínum síðustu þrjú ár eða svo. 

„Ég segi bara ágætt í dag, eins og flesta aðra daga,“ segir Þórólfur Guðnason á síðasta starfsdegi sínum sem sóttvarnalæknir þegar blaðamaður sló á þráðinn. Hógvær og lítillátur vildi Þórólfur ekki gera mikið úr því að hann væri að láta af störfum í dag eftir viðburðaríkan feril sem segja má að hafi náð hátindi sínum síðustu þrjú ár eða svo. 

„Jú jú, þetta er stór dagur í mínu lífi – það er merkilegur áfangi að hætta að vinna. Það er gott að geta tekið þessa ákvörðun sjálfur og að yfirlögðu ráði og ég er sáttur við það,“ segir hann. 

Þórólfur Guðnason á fundi sem ríkisstjórn Íslands boðaði til fyrri …
Þórólfur Guðnason á fundi sem ríkisstjórn Íslands boðaði til fyrri tveimur árum vegna alvarlegrar stöðu í faraldrinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur segir að vel hafi gengið að koma af sér verkefnum til Guðrúnar Aspelund sem tekur við af honum á morgun. „Við erum búin að vera í þessu ferli að koma þessum fjölmörgu verkefnum, bæði innlendum og erlendum, sem hafa hvílt á sóttvarnalækni yfir á hana. Það ætti allt að vera í góðum farvegi.“

„Ekkert að gera of mikið úr þessu“

Þórólfur segist treysta Guðrúnu fullkomlega fyrir verkefninu. „Hún er mjög góður kostur, ég hef engar efasemdir um það.“

Þórólfur segir að hvorki sé tregafull kveðjustund né húllumhæ skipulagt á skrifstofunni í dag vegna starfslokanna. „Það verður skipulagt síðar. Ég er búinn að kveðja mitt fólk og kveðja almannavarnir. Við erum ekkert að gera of mikið úr þessu. Þá á ég eftir að kveðja betur embætti landlæknis.“ Hann segir ekkert sérstakt liggja fyrir eftir lok vinnudags í dag. „Ég hugsa að ég geri það sama og ég geri aðra daga þegar ég kem heim úr vinnunni; reyni að taka til hendinni í því sem þarf að gera. Það verður ekkert öðruvísi í dag en aðra daga.“

Víðir, Þórólfur og Alma á einum af hinum fjölmörgu upplýsingafundum …
Víðir, Þórólfur og Alma á einum af hinum fjölmörgu upplýsingafundum þríeykis almannavarna og embættis landlæknis. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur jánkar því þó aðspurður, að hann muni ferðast út fyrir landsteinana á næstunni. „Ég hugsa að ég fari í rúma viku með konunni og gömlum skólafélögum hennar,“ segir hann og bætir við að prógrammið í félagslífinu verði nokkuð þétt næstu vikurnar.

Þakkar fyrst og fremst bólusetningum árangurinn 

Í síðasta skiptið, ertu til í að greina stöðuna á Covid-19-faraldrinum í dag?

„Ég held að við séum á góðum stað með Covid-19. Það eru ekki mjög margir að greinast, einhverjir tugir á dag. Að vísu hefur sýnatökum fækkað en mér sýnist þetta vera að dala mjög mikið.

Það eru fáir inni á sjúkrahúsi, alvarlega veikir. Það eru alltaf einhverjir inni á Landspítalanum en það er mikið fólk sem er með Covid-19, ekki endilega lagt inn vegna Covid-19. Þannig að staðan er almennt séð miklu betri.

Það má fyrst og fremst þakka bólusetningum. Bólusetningar koma klárlega í veg fyrir alvarleg veikindi og það er það sem heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum sjá mjög glöggt; muninn á veikindum hjá þeim sem eru fullbólusettir og þeim sem eru óbólusettir. Svo höfum við verið með mjög útbreidda sýkingu í samfélaginu og það veitir, jú, vernd þó að fólk geti sýkst aftur þó að það sé ekki algengt.

Eins og staðan er núna eru ekki ný afbrigði í sjónmáli og ekkert sem við höfum áhyggjur af eins og staðan er. Auðvitað getur það breyst og Sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin spá því að það séu ákveðnar líkur á nýrri bylgju í haust; annað hvort með nýju afbrigði eða þessu afbrigði sem nú er. Mér finnst það nú frekar ólíklegt, en það gæti gerst og við þurfum að vera undir það búin.

Krefjandi tími að baki en aldrei langt í brosið hjá …
Krefjandi tími að baki en aldrei langt í brosið hjá Þórólfi. Ljósmynd/Almannavarnir

Mér finnst líklegt að við munum áfram sjá veiruna fjara út en auðvitað getur fólk enn þá veikst. Þeir sem eru veikir fyrir geta enn veikst illa, ég tala nú ekki um þá sem eru óbólusettir. Enn gildir það að hvetja fólk til að fara í bólusetningu.“

Þórólfur segir að farið verði af stað í haust með átak við að bjóða og hvetja fólk í fjórðu sprautuna við Covid-19, líklega á svipuðum tíma og inflúensubólusetningin fer af stað. 

„Sextíu ára og eldri verða hvattir til að fara í aukaskammt. Ég held að það sé vel við hæfi því að við vitum jú að eftir því sem tíminn líður dvína verndandi áhrif bólusetningarinnar. Ég held að það sé gott að vera eins vel varinn fyrir þessari veiru eins og mögulegt er. Við erum ekki alveg laus við Covid-19, þó við séum á allt öðrum og betri stað en áður.“

Biður fólk að halda vöku sinni

Hvað viltu segja að lokum?

„Ég þreytist aldrei á því að minna fólk á að faraldurinn sé ekki búinn. Ég bið fólk um að halda vöku sinni fyrir sóttvörnum og gæta að því að við erum líka að fást við aðrar veirur. Sóttvarnir gilda almennt, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að passa sig vegna undirliggjandi sjúkdóma eða slíks. Það eru mín áframhaldandi ráð til almennings.“

mbl.is