„Leit á mig eins og ég hefði sagt að ég hefði drepið mann“

Dagmál | 2. september 2022

„Leit á mig eins og ég hefði sagt að ég hefði drepið mann“

„Ég ákvað að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með þriggja vikna fyrirvara,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

„Leit á mig eins og ég hefði sagt að ég hefði drepið mann“

Dagmál | 2. september 2022

„Ég ákvað að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með þriggja vikna fyrirvara,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

„Ég ákvað að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með þriggja vikna fyrirvara,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Arnar, sem er 31 árs gamall, tók þátt í sínu fyrsta maraþoni árið 2009, þá 18 ára gamall.

Hann varð í öðru sæti af íslensku keppendum og sló um leið 30 ára gamalt Íslandsmet í sínum aldursflokki.

„Ég man mjög vel eftir viðbrögðunum sem ég fékk þegar ég sagði fjölskyldunni minni frá því að ég væri búinn að skrá mig í Reykjavíkurmaraþonið,“ sagði Arnar.

„Ég var í matarboði og ég sá nánast hnífapörin detta. Mamma leit á mig eins og ég hefði sagt að ég hefði drepið mann.

Hvað ertu að gera og hvernig dettur þér þetta í hug, sögðu þau við mig,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is