Lokuðu öllum almenningssamgöngum

Kórónuveiran COVID-19 | 3. september 2022

Lokuðu öllum almenningssamgöngum

Stjórnendur kínversku stórborgarinnar Shenzhen stöðvuðu allar almenningssamgöngur borgarinnar í gær og takmörkuðu ýmsar daglegar athafnir þessarar 18 milljóna íbúa borgar vegna nýrrar smitbylgju kórónuveirunnar.

Lokuðu öllum almenningssamgöngum

Kórónuveiran COVID-19 | 3. september 2022

Futian-hverfið í Shenzhen hefur orðið einna verst úti í síðustu …
Futian-hverfið í Shenzhen hefur orðið einna verst úti í síðustu bylgjum kórónuveirunnar. AFP/Jade Gao

Stjórnendur kínversku stórborgarinnar Shenzhen stöðvuðu allar almenningssamgöngur borgarinnar í gær og takmörkuðu ýmsar daglegar athafnir þessarar 18 milljóna íbúa borgar vegna nýrrar smitbylgju kórónuveirunnar.

Stjórnendur kínversku stórborgarinnar Shenzhen stöðvuðu allar almenningssamgöngur borgarinnar í gær og takmörkuðu ýmsar daglegar athafnir þessarar 18 milljóna íbúa borgar vegna nýrrar smitbylgju kórónuveirunnar.

Stjórnir sex hverfa borgarinnar, sem saman hýsa meirihluta íbúa hennar, stöðvuðu allar lestar- og strætisvagnasamgöngur í gær og tilkynntu að allir íbúar skyldu gangast undir tvö kórónuveirupróf um helgina. Fólk skyldi vinna heima eins og kostur gæfist til með örfáum undantekningum en ein þeirra nær til starfsfólks í opinberri þjónustu.

Í Chengdu í suðvesturhluta landsins mátti 21 milljón íbúa sætta sig við algjöra lokun á fimmtudaginn þótt verksmiðjur ýmsar fengju að starfa áfram að ströngum skilyrðum uppfylltum, svo sem bifreiðaverksmiðjur Volkswagen og Toyota.

Þungur róður fram á næsta ár

Þar með eru tugum milljóna Kínverja sett veruleg höft í daglegu lífi sínu og atvinnulífi sem hækkað hefur í þeim röddum er krefjast þess að kínversk stjórnvöld standi vörð um iðnað og atvinnulíf landsins. Hagfræðingar japanska fjármálarisans Nomura sögðu hins vegar í föstudagsskýrslu sinni í gær að vonir um uppsveiflu kínverskra markaða í kjölfar aðalfundar Kínverska kommúnistaflokksins, sem haldinn er á fimm ára fresti og er á dagskrá nú í október, væru í bjartsýnni kantinum, greinendur Nomura reikna með takmörkunum vegna veirunnar minnst fram í mars 2023.

Jafnvel þá „teljum við ástand efnahagsmála og markaða þungbært þar sem fólk verður ýmist vonsvikið yfir takmörkuðum opnunum þjóðfélagsins eða í nauðum statt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar“, skrifa hagfræðingarnir í föstudagsskýrsluna.

„Við verðum að ná að hemja veiruna, við getum ekki bara gefist upp eins og sum lönd gerðu,“ segir kona, sem aðeins gengur undir nafninu Tang, við Reuters-fréttastofuna þar sem hún vinnur sjálfboðastarf við að koma mat til íbúa stórra fjölbýlishúsa í Futian-hverfinu í Shenzhen, eins þeirra hverfa borgarinnar sem standa nú hve höllustum fæti í baráttunni við kórónuveiruna.

South China Morning Post

Reuters

The Guardian

Bloomberg

mbl.is