Hlaut 22 ára dóm fyrir landráð

Rússland | 5. september 2022

Hlaut 22 ára dóm fyrir landráð

Rússneskur dómstóll hefur dæmt blaðamanninn fyrrverandi Ívan Safrónov í 22 ára fangelsi fyrir landráð eftir að hafa verið ákærður fyrir að hafa látið öðrum í té ríkisleyndarmál.

Hlaut 22 ára dóm fyrir landráð

Rússland | 5. september 2022

Skjáskot af Ivan Safrónov í dómsalnum í dag.
Skjáskot af Ivan Safrónov í dómsalnum í dag. AFP

Rússneskur dómstóll hefur dæmt blaðamanninn fyrrverandi Ívan Safrónov í 22 ára fangelsi fyrir landráð eftir að hafa verið ákærður fyrir að hafa látið öðrum í té ríkisleyndarmál.

Rússneskur dómstóll hefur dæmt blaðamanninn fyrrverandi Ívan Safrónov í 22 ára fangelsi fyrir landráð eftir að hafa verið ákærður fyrir að hafa látið öðrum í té ríkisleyndarmál.

Rússneskir saksóknarar höfðu áður krafist 24 ára dóms yfir honum. 

Um eitt hundrað manns sem söfnuðust saman í dómsalnum fögnuðu Safrónov og kölluðu „frelsi!“ eftir að dómurinn var kveðinn upp.

Sjálf­stæðir fjöl­miðlar í Rússlandi og al­menn fé­laga­sam­tök hafa átt und­ir högg að sækja í Rússlandi, sér­stak­lega eft­ir að inn­rás­in í Úkraínu hófst í fe­brú­ar.

Sa­frónov, sem er 32 ára, starfaði í mörg ár hjá viðskipta­blöðunum Komm­ers­ant og Vedómostí og var einn virt­asti blaðamaður land­ins en hann skrifaði um varn­ar­mál.

Hann var hand­tek­inn árið 2020 eft­ir að hafa hætt í blaðamennsk­unni til að starfa sem ráðgjafi yf­ir­manns rúss­nesku geim­ferðastof­un­ar­inn­ar.

mbl.is