Birgitta Líf hjólar í Rúv

Áhrifavaldar | 6. september 2022

Birgitta Líf hjólar í Rúv

Birgitta Líf Björnsdóttir, raunveruleikastjarna og markaðsstjóri World Class, hellir úr skálum reiði sinnar yfir Ríkisútvarpið í story á Instagram í dag. Birgitta gagnrýnir þar harðlega umfjöllun Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur um raunveruleikaþættina LXS, sem Birgitta tekur þátt í. 

Birgitta Líf hjólar í Rúv

Áhrifavaldar | 6. september 2022

Birgitta Líf hjólar í Ríkisútvarpið.
Birgitta Líf hjólar í Ríkisútvarpið. Samsett mynd

Birgitta Líf Björnsdóttir, raunveruleikastjarna og markaðsstjóri World Class, hellir úr skálum reiði sinnar yfir Ríkisútvarpið í story á Instagram í dag. Birgitta gagnrýnir þar harðlega umfjöllun Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur um raunveruleikaþættina LXS, sem Birgitta tekur þátt í. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, raunveruleikastjarna og markaðsstjóri World Class, hellir úr skálum reiði sinnar yfir Ríkisútvarpið í story á Instagram í dag. Birgitta gagnrýnir þar harðlega umfjöllun Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur um raunveruleikaþættina LXS, sem Birgitta tekur þátt í. 

Salvör flutti pistilinn í þættinum Lestin á Rás 1 á fimmtudaginn í síðustu viku og ræddi þar um þættina. Pistilinn var birtur í heild sinni á Rúv.is í dag. 

„Hvað gengur á? Hver nýtur þess að horfa á dýraníð eða dettur svona ógeð í hug? Og vill að fullorðinn maður kalli unga konu druslu?“ spyr Birgitta meðal annars og vísar þar í orð Salvarar. 

„Ég hefði notið þáttanna betur ef Birgitta Líf hefði farið í reiðikast og sparkað í litla hundinn sinn þegar hún komst að því að lúxusþyrlan sem hún pantaði kæmist ekki upp í fjall til skvísuhópsins í fyrsta þætti,“ skrifar Salvör í pistlinum. 

„Þessu útvarpaði Ríkisútvarpið og setti nú í skriflega frétt. Gagnrýni og skoðanir eru eitt en þetta er eitthvað allt annað,“ skrifar Birgitta og spyr hvort að enginn innan Ríkisútvarpsins sjái neitt við svona orðbragð og niðurrif.

Skjáskot/Instagram

Endurbirtu færslu Birgittu

Fleiri úr LXS-hópnum hafa lagt orð í belg og taka undir orð Birgittu. „Held ég hafi aldrei lesið jafn mikinn viðbjóð. Sexist niðurrif og viðbjóðslegur talsmáti. Útvarpað í okkar Ríkisútvarpi,“ skrifar dansarinn Ástrós Traustadóttir og endurbirtir færslu Birgittu. 

Þær Magnea Björg Jónsdóttir og Sunneva Eir Einarsdóttir endurbirtu einnig færsluna. „Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið/hlustað á. Sorglegt að sjá konur rakka niður aðrar konur til þess að upphefja sjálfa sig. Erum við ekki konar lengra en þetta?“ skrifar Sunneva.

mbl.is