Norður-Kórea útvegar Rússum vopn

Norður-Kórea | 6. september 2022

Norður-Kórea útvegar Rússum vopn

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að rússnesk stjórnvöld hafi neyðst til að kaupa vopnabúnað frá Norður-Kóreu vegna þeirra efnahagsþvingana sem alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn Rússum. 

Norður-Kórea útvegar Rússum vopn

Norður-Kórea | 6. september 2022

Rússneskir hermenn á heræfingu í austurhluta landsins í dag.
Rússneskir hermenn á heræfingu í austurhluta landsins í dag. AFP

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að rússnesk stjórnvöld hafi neyðst til að kaupa vopnabúnað frá Norður-Kóreu vegna þeirra efnahagsþvingana sem alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn Rússum. 

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að rússnesk stjórnvöld hafi neyðst til að kaupa vopnabúnað frá Norður-Kóreu vegna þeirra efnahagsþvingana sem alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn Rússum. 

Fram kemur í umfjöllun New York Times, sem vísar í leyniþjónustugögn sem trúnaður ríkir ekki lengur um, að Rússar hafi keypt milljónir skotfæra fyrir fallbyssur og flugskeyti frá N-Kóreu.

Haft er eftir bandarískum embættismanni að Rússar neyðist til að stunda frekari vopnaviðskipti við norðurkóresk stjórnvöld á meðan stríðið í Úkraínu heldur áfram. 

Þá eru rússnesk stjórnvöld sögð hafa fengið sína fyrstu sendingu á drónum frá Íran í liðinni viku. 

Norðurkóresk yfirvöld saka Bandaríkin um að bera ábyrgð á stríðsátökunum í Úkraínu og að stefna og yfirgengur Vesturveldanna réttlæti hörð viðbrögð Rússa, segir í umfjöllun BBC

mbl.is