Birtir myndband frá Íslandsferðinni

Gisting | 7. september 2022

Birtir myndband frá Íslandsferðinni

Love Island-stjarnan og Íslandsvinurinn Molly Mae birti á dögunum myndband á Youtube-rás sinni úr ferðalagi sínu til Íslands í síðasta mánuði, en Mae er með yfir 1,6 milljónir fylgjenda á miðlinum.

Birtir myndband frá Íslandsferðinni

Gisting | 7. september 2022

Love Island-stjarnan Molly Mae fór í myndatöku í Sky Lagoon.
Love Island-stjarnan Molly Mae fór í myndatöku í Sky Lagoon. Skjáskot/Youtube

Love Island-stjarnan og Íslandsvinurinn Molly Mae birti á dögunum myndband á Youtube-rás sinni úr ferðalagi sínu til Íslands í síðasta mánuði, en Mae er með yfir 1,6 milljónir fylgjenda á miðlinum.

Love Island-stjarnan og Íslandsvinurinn Molly Mae birti á dögunum myndband á Youtube-rás sinni úr ferðalagi sínu til Íslands í síðasta mánuði, en Mae er með yfir 1,6 milljónir fylgjenda á miðlinum.

Mae gisti á Black Pearl hótelinu á Tryggvagötu, en hún virtist hæstánægð með herbergi sitt og þótti það mjög íslenskt þar sem steyptir veggir prýddu herbergið. Hún sýndi áhorfendum stórkostlegt útsýni yfir höfnina.

Mae skellti sér að sjálfsögðu á Hamborgarabúllu Tómasar, en hún skemmti sér mikið yfir nafni staðarins þar sem uppáhaldsmatur kærasta hennar, sem heitir einmitt Tommy, er hamborgari.

Mae þótti ansi kalt á klakanum, en hún var komin til landsins fyrir myndatöku sem fór fram í Sky Lagoon, Kópavogi. Hún leyfði áhorfendum að skyggnast bak við tjöldin og sýndi frá lóninu, en hún var í tökum fyrir samstarfsverkefni sitt með fyrirtækinu Cosmetips. 

mbl.is