Kyntröllið rakaði hárið af

Hárið | 7. september 2022

Kyntröllið rakaði hárið af

Leikarinn og kyntröllið Jason Momoa birti myndskeið á Instagram reikningi sínum í vikunni þar sem hann rakar fallegu lokkana af sér. Leikarinn rakaði hárið á sér þó ekki af ástæðulausu, en í myndskeiðinu útskýrir hann að það hafi verið til þess að vekja athygli á einnota plasti. 

Kyntröllið rakaði hárið af

Hárið | 7. september 2022

AFP

Leikarinn og kyntröllið Jason Momoa birti myndskeið á Instagram reikningi sínum í vikunni þar sem hann rakar fallegu lokkana af sér. Leikarinn rakaði hárið á sér þó ekki af ástæðulausu, en í myndskeiðinu útskýrir hann að það hafi verið til þess að vekja athygli á einnota plasti. 

Leikarinn og kyntröllið Jason Momoa birti myndskeið á Instagram reikningi sínum í vikunni þar sem hann rakar fallegu lokkana af sér. Leikarinn rakaði hárið á sér þó ekki af ástæðulausu, en í myndskeiðinu útskýrir hann að það hafi verið til þess að vekja athygli á einnota plasti. 

„Úff maður, ég hef aldrei fundið fyrir vindinum þarna,“ sagði Momoa í myndskeiðinu um leið og hann strauk nýrökuðum kollinum. „Ég er orðinn þreyttur á að nota plastflöskur, við verðum að hætta,“ bætti hann við. 

Momoa er staddur á Havaí um þessar mundir, en hann segir það sorglegt að sjá allt ruslið í sjónum. Hann bað fylgjendur sína að hjálpa sér að útrýma einnota plasti og nefndi þar meðal annars plastflöskur, plasthnífapör og plastpoka. 

Momoa olli miklu uppnámi árið 2019 þegar hann rakaði af sér skeggið, en fólk virðist hafa miklar skoðanir á hári leikarans og því verður áhugavert að sjá hvernig aðdáendur hans taka í nýja lúkkið. 

mbl.is