Fór með finnska pönnu að eldstöðvunum

Dagmál | 8. september 2022

Fór með finnska pönnu að eldstöðvunum

„Ég held að oft séu tónlistarmenn, og sérstaklega jazzarar sem eru oft að pæla í svona nuance-um í tónlist, góðir kokkar. Já, klárlega,“ svaraði myndlistar- og tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem Krassasig, spurður hvort hann áliti tónlistarmenn góða kokka.

Fór með finnska pönnu að eldstöðvunum

Dagmál | 8. september 2022

„Ég held að oft séu tónlistarmenn, og sérstaklega jazzarar sem eru oft að pæla í svona nuance-um í tónlist, góðir kokkar. Já, klárlega,“ svaraði myndlistar- og tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem Krassasig, spurður hvort hann áliti tónlistarmenn góða kokka.

„Ég held að oft séu tónlistarmenn, og sérstaklega jazzarar sem eru oft að pæla í svona nuance-um í tónlist, góðir kokkar. Já, klárlega,“ svaraði myndlistar- og tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem Krassasig, spurður hvort hann áliti tónlistarmenn góða kokka.

Um sé að ræða nákvæmnisvinnu sem bera megi saman.

Kristinn Arnar var gestur Dagmála, frétta- og menningarlífsþáttar Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir tónlistina, leikmyndagerð og allt þar á milli.

Kristinn, sem hefur undanfarið gert það gott sem leikmyndahönnuður fyrir tónlistarmenn á borð við Bríeti og Of Monsters and Men, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem væntanleg er í lok árs.

Ítalskur réttur á íslensku hrauni

Færðist samtalið að finnskri Muurikka-pönnu Kristins. „Ég hef mikið verið að taka þetta með mér og elda á eins skrítnum stöðum og hægt er,“ sagði hann. Skildi hann þó gasbrennarann eftir heima, enda nægur hiti frá glóandi hrauninu til að elda.

„Setti pönnuna á góðan stað, storknað hraun þar sem það var bráðið hraun undir. Ég gerði þarna tagliatelle bolognese.“

Ítalskur réttur á íslensku hrauni?

„Já, nákvæmlega.“

Hægt er að sjá viðtalið við Kristinn Arnar með því að smella hér:

Instagram-færsla af réttinum fræga:

View this post on Instagram

A post shared by krassasig (@krassasig)

mbl.is