Heitasta sumar sem mælst hefur í Evrópu

Loftslagsvá | 8. september 2022

Heitasta sumar sem mælst hefur í Evrópu

Sumarið 2022 var það heitasta í Evrópu frá því mælingar hófust. Hitabylgjur geisuðu og þurrkar voru þeir með þeim verstu sem hafa sést.

Heitasta sumar sem mælst hefur í Evrópu

Loftslagsvá | 8. september 2022

Gífurlega heitt var í Evrópu í sumar og leitaði fólk …
Gífurlega heitt var í Evrópu í sumar og leitaði fólk ýmissa leið til að kæla sig niður. AFP

Sumarið 2022 var það heitasta í Evrópu frá því mælingar hófust. Hitabylgjur geisuðu og þurrkar voru þeir með þeim verstu sem hafa sést.

Sumarið 2022 var það heitasta í Evrópu frá því mælingar hófust. Hitabylgjur geisuðu og þurrkar voru þeir með þeim verstu sem hafa sést.

Samkvæmt gögnum frá Kópernikusi, loftsslagsstofnun Evrópusambandsins, var ágústmánuður einnig sá heitasti sem mælst hefur og munaði verulega frá fyrra meti. Það var einungis ársgamalt, frá árinu 2021, en í ár var metið bætt um 0,4 gráður.

„Áköf hitabylgjuröð um alla Evrópu, ásamt óvenjulega þurrum aðstæðum, hefur leitt til öfgasumars með metum hvað varðar hitastig, þurrka og skógarelda víða í Evrópu, sem hafa haft áhrif á samfélag og náttúru á ýmsan hátt,“ sagði vísindamaðurinn Freja Vamborg hjá Kópernikusi.

Á heimsvísu var ágúst 2022 einnig sá heitasti sem mælst hefur. Meðalhitinn var 0,3 gráðum hærri en að meðaltali árin 1991 – 2020.

mbl.is