28 mánaða grímuskylda á enda

Kórónuveiran Covid-19 | 9. september 2022

28 mánaða grímuskylda á enda

Íbúar New York-borgar losnuðu á miðvikudag undan þeirri skyldu að bera grímur í almenningssamgöngutækjum eftir 28 mánaða langa samfellda grímuskyldu á þeim vettvangi.

28 mánaða grímuskylda á enda

Kórónuveiran Covid-19 | 9. september 2022

New York-búar mega fella grímurnar í almenningssamgöngum en er ráðlagt …
New York-búar mega fella grímurnar í almenningssamgöngum en er ráðlagt að þiggja áfram örvunarskammta af bóluefni á tveggja mánaða fresti. AFP/Frederic J. Brown

Íbúar New York-borgar losnuðu á miðvikudag undan þeirri skyldu að bera grímur í almenningssamgöngutækjum eftir 28 mánaða langa samfellda grímuskyldu á þeim vettvangi.

Íbúar New York-borgar losnuðu á miðvikudag undan þeirri skyldu að bera grímur í almenningssamgöngutækjum eftir 28 mánaða langa samfellda grímuskyldu á þeim vettvangi.

Frá þessu greindi Kathy Hochul, ríkisstjóri New York-ríkis, á blaðamannafundi á miðvikudaginn og sagði skylduleysið taka gildi þá þegar. „Við teljum okkur vera komin á lygnan sjó núna, sérstaklega ef borgarbúar notfæra sér örvunarskammtana,“ sagði Hochul á fundinum og lét sjálf sprauta sig með örvunarskammti gegn kórónuveirunni meðan á fundinum stóð til að leggja áherslu á orð sín.

„Þannig komumst við aftur til ekki bara nýs hversdagsleika heldur hversdagslegs hversdagsleika sem er það sem við höfum sveist blóðinu fyrir,“ sagði ríkisstjórinn enn fremur.

Margir farnir að svindla í vor

Grímuskylda í almenningssamgöngum borgarinnar tók gildi fyrir rúmum tveimur árum þegar kórónuveiran geisaði þar látlaust og smittölur náðu nýjum hæðum daglega um langt skeið. Í vor var tekið að bera á því að margir notendur samgöngukerfa borgarinnar svikust um grímunotkunina eftir að reglurnar höfðu staðið óhaggaðar um tveggja ára skeið.

Enn ber starfsfólki heilbrigðisstofnana og umönnunarheimila skylda til að bera grímur á vinnustöðum sínum enn smitvarnamiðstöðin CDC hefur létt á kórónuveiruleiðbeiningum sínum til almennings og ráðleggur fólki nú að haga sínum smitvörnum miðað við eigin sjúkdómasögu og smittölfræði í næsta nágrenni.

Dr. Mary Bassett, heilbrigðisfulltrúi New York-ríkis, sagði á miðvikudaginn að örvunarskammtar sem settir væru til höfuðs ómíkron-afbrigði veirunnar veittu nú góða vörn þar sem ómíkron væri ríkjandi veiruafbrigði og bætti því við að væru meira en tveir mánuðir liðnir hjá tólf ára og eldri íbúum ríkisins, mælti hún með nýjum örvunarskammti til að stuðla að efldum vörnum gegn veirunni.

CNBC

New York Post

Washington Square News

mbl.is