Bestu förðunarráðin fyrir grátt hár

Förðunartrix | 10. september 2022

Bestu förðunarráðin fyrir grátt hár

Litasamsetning getur skipt sköpum þegar kemur að förðun. Breski förðunarfræðingurinn Laura Kay er með það á hreinu, en hún gaf lesendum Daily Mail fimm förðunarráð sem passa sérlega vel við grátt hár og geta gjörbreytt útlitinu. 

Bestu förðunarráðin fyrir grátt hár

Förðunartrix | 10. september 2022

Samsett mynd

Litasamsetning getur skipt sköpum þegar kemur að förðun. Breski förðunarfræðingurinn Laura Kay er með það á hreinu, en hún gaf lesendum Daily Mail fimm förðunarráð sem passa sérlega vel við grátt hár og geta gjörbreytt útlitinu. 

Litasamsetning getur skipt sköpum þegar kemur að förðun. Breski förðunarfræðingurinn Laura Kay er með það á hreinu, en hún gaf lesendum Daily Mail fimm förðunarráð sem passa sérlega vel við grátt hár og geta gjörbreytt útlitinu. 

1. Fylltu inn í augabrúnirnar, en passaði að hafa þær ekki of dökkar.

Kay segir augabrúnir vera sérstaklega mikilvægar fyrir eldri konur, en eftir því sem við eldumst er eðlilegt að augabrúnirnar þynnist og lýsist. Þá er lykilatriði að skerpa á þeim og fylla inn í þær, en það bæði rammar andlitið inn og gefur manni ferskara útlit. Kay mælir með því að nota lit sem er einum tóni dekkri en upprunalegur háralitur.

2. Notaðu sólarpúður á T-svæðið þitt, en forðastu rauða undirtóna og glimmer

Sólarpúður er besti vinur gráa hársins, en hann gefur andlitinu sólkysst lúkk og ljóma. Þegar kemur að sólarpúðri er mikilvægt að velja hlýja tóna á móti gráa hárinu. Kay mælir með því að nota sólarpúðrið síðast, þegar búið er að setja farða og hyljara á húðina.

3. Glansandi varir

Kay hvetur fólk með grátt hár að vera óhrætt við djarfa liti, en með því að velja djarfari liti, eins og rauðan, dökkbleikan eða plómulitaðan, eru kaldari tónar gráa hársins dregnir fram og kemur jafnvægi á lúkkið. Hún mælir með því að halda sig frá appelsínugulum tónum þar sem þeir geta dregið fram gula og bláa undirtóna í hárinu. 

4. Augnblýantur og augnskuggi gera gæfumun

Leggðu áherslu á mjúka brúna tóna, fjólubláan og dökkbláan í augnförðun þinni. Kay segir lykilatriði vera að nota brúnan augnblýant í stað þess að nota kolsvartan augnblýant þar sem það getur látið augun virðast minni. 

5. Ekki gleyma kinnalitnum!

Liturinn fer eftir náttúrulegum undirtóni þínum, en hvort sem það er ferskjubleikur eða appelsínurauður kinnalitur þá gefur hann andlitinu ferskan og unglegan ljóma. 

View this post on Instagram

A post shared by Mia Maugé (@miamauge)

mbl.is