Hef aldrei komið í svona skrítið umhverfi

Dagmál | 10. september 2022

Hef aldrei komið í svona skrítið umhverfi

„Þetta var klikkaður háskóli,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Hef aldrei komið í svona skrítið umhverfi

Dagmál | 10. september 2022

„Þetta var klikkaður háskóli,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þetta var klikkaður háskóli,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, hélt út í háskólanám árið 2010 þar sem hún lærði og spilaði golf við Wake Forest-háskólann í Norður-Karólínu.

Arnold Palmer, einn sigursælasti kylfingur sögunnar, stundaði einnig nám við skólann á sínum yngri árum en hann vann alls sjö risamót á ferlinum.

„Ég og vinkona mín skrópuðum í skólann eitt sinn til þess að fylgjast með einu góðgerðarmóti á vegum skólans þar sem fyrrverandi nemendur Wake Forest voru að keppa,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Arnold Palmer var þarna og hann var orðinn frekar gamall þannig að hann var ekki að keppa. Við löbbuðu með honum, spjölluðum mikið við hann og hann fílaði okkur í botn.

„Hann bauð okkur heim til sín einu sinni sem var mjög gaman. Ég hef aldrei komið í svona skrítið umhverfi áður en þetta var klikkað,“ bætti Ólafía Þórunn við.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is