Miklu stærra fyrir konu að vera íþróttamaður ársins

Dagmál | 11. september 2022

Miklu stærra fyrir konu að vera íþróttamaður ársins

„Ég held að það sé mjög erfitt að velja íþróttamann ársins,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Miklu stærra fyrir konu að vera íþróttamaður ársins

Dagmál | 11. september 2022

„Ég held að það sé mjög erfitt að velja íþróttamann ársins,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég held að það sé mjög erfitt að velja íþróttamann ársins,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, var kjörin íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna árið 2017.

Ólafía Þórunn er sjötta konan til þess að hljóta nafnbótina sem hefur verið veitt frá árinu 1956.

„Hvernig ætlarðu að bera saman til dæmis golf og fótbolta, eða árangur þess og hins,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Mér finnst hins vegar, af því að það er ekki valið sér fyrir karla og konur, að það sé miklu stærra fyrir konu að vera íþróttamaður ársins,“ bætti Ólafía Þórunn við.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is