Þurfti að hætta á Facebook vegna áreitis

Dagmál | 11. september 2022

Þurfti að hætta á Facebook vegna áreitis

„Ég þurfti að hætta á Facebook á sínum tíma,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Þurfti að hætta á Facebook vegna áreitis

Dagmál | 11. september 2022

„Ég þurfti að hætta á Facebook á sínum tíma,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég þurfti að hætta á Facebook á sínum tíma,“ sagði atvinnukylfingurinn fyrrverandi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, hætti nýverið keppni í golfi eftir afar farsælan feril.

Hún er eini Íslendingurinn sem hefur keppt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi, en hún fékk mikla athygli fyrir afrek sín hér á landi og var vel fylgst með henni í keppnum hennar erlendis.

„Ég fékk mjög mikið af skilaboðum frá alls konar fólki og það var bara farið að trufla mig mikið,“ sagði Ólafía Þórunn.

„Það var samt ótrúlega gaman að fólk, sem að var kannski ekkert mikið inn í golfinu, var allt í einu byrjað að fylgjast vel með og það er gaman hvað Íslendingar eru alltaf stoltir af Íslendingum,“ bætti Ólafía Þórunn við.

Viðtalið við Ólafíu Þórunni í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is