Besta heilsulindin á Tenerife

Tenerife | 12. september 2022

Besta heilsulindin á Tenerife

Það er allt best á Tenerife, besta veðrið, besta aðstaðan fyrir börnin, besta stemningin og nú líka besta heilsulindin. Hótelið Oceano á Tenerife er í hópi 11 hótela um alla evrópu sem ferðatímaritið Condé Nast Traveller mælir með. 

Besta heilsulindin á Tenerife

Tenerife | 12. september 2022

Endurnærandi frí á Tenerife?
Endurnærandi frí á Tenerife? Ljósmynd/Oceano

Það er allt best á Tenerife, besta veðrið, besta aðstaðan fyrir börnin, besta stemningin og nú líka besta heilsulindin. Hótelið Oceano á Tenerife er í hópi 11 hótela um alla evrópu sem ferðatímaritið Condé Nast Traveller mælir með. 

Það er allt best á Tenerife, besta veðrið, besta aðstaðan fyrir börnin, besta stemningin og nú líka besta heilsulindin. Hótelið Oceano á Tenerife er í hópi 11 hótela um alla evrópu sem ferðatímaritið Condé Nast Traveller mælir með. 

Um er að ræða sérstaka úttekt á hótelum sem bjóða upp á spa og annað heilsusamlegt dekur. Framandi áfangastaðir á borð við Balí eru þekktir fyrir lúxus heilsulindir en það er líka hægt að slaka á í Evrópu og koma svo endurnærður til baka í íslenska veturinn. 

Ljósmynd/Oceano

Hótelið er staðsett á norðvesturhluta eyjunnar, fjarri vinsælustu strandstöðunum. Anaga-fjöll eru nálægt hótelinu en einnig er stutt út í sjó. Allt snýst um að slaka á og heila gesti hótelsins. Gestir geta tekið líkamann í gegn og fastað. Einnig er hægt að fara í meðferðir eins og nálastungur. Boðið er upp á líkamsrækt hvort fólk ákveður að hreyfa sig á hótelinu eða í fallegri náttúru í grennd við hótelið. Svo er líka bara hægt að slaka á í pottinum og sundlauginni. 

Ljósmynd/Oceano
mbl.is