Hætta við partí vegna drottningarinnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. september 2022

Hætta við partí vegna drottningarinnar

Breska kvikmynda og þátta akademían er búin að aflýsa Hollywood-partý fyrir þau sem tilnefnd eru til Emmy-verðlauna. Ástæðan er andlát Elísabetar II Bretadrottningar sem lést á fimmtudag í síðustu viku. BBC greinir frá.

Hætta við partí vegna drottningarinnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. september 2022

Búið er að fresta partíum í kringum Emmy-verðlaunahátíðina vegna andláts …
Búið er að fresta partíum í kringum Emmy-verðlaunahátíðina vegna andláts drottningarinnar. AFP

Breska kvikmynda og þátta akademían er búin að aflýsa Hollywood-partý fyrir þau sem tilnefnd eru til Emmy-verðlauna. Ástæðan er andlát Elísabetar II Bretadrottningar sem lést á fimmtudag í síðustu viku. BBC greinir frá.

Breska kvikmynda og þátta akademían er búin að aflýsa Hollywood-partý fyrir þau sem tilnefnd eru til Emmy-verðlauna. Ástæðan er andlát Elísabetar II Bretadrottningar sem lést á fimmtudag í síðustu viku. BBC greinir frá.

Emmy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles í Bandaríkjunum og er fjöldi breskra leikara og framleiðenda tilnefndir. 

Gert er ráð fyrir að drottningarinnar verði minnst á verðlaunahátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin verður með hefðbundnu sniði eftir heimsfaraldurinn. Kenan Thompson er kynnir hátíðarinnar. 

The Crown ekki með í ár

Netflix-þættirnir The Crown, sem fjalla um bresku konungsfjölskylduna, eru ekki tilnefndir í ár, enda aðeins sýndir annað hvert ár. Fimmta sería fer í loftið í nóvember á þessu ári en framleiðsla sjöttu seríu hefur verið frestað af virðingu við konungsfjölskylduna. 

Þættirnir Succession eru alls tilnefndir til 25 verðlauna en höfundur þeirra er hinn breski Jesse Armstrong. Succession keppir þar við Euphoria, Ozark, Better Call Saul, Stranger Things og Squid Game auk fleiri þáttaraða.

mbl.is