Líða matarskort vegna útgöngubanns

Kórónuveiran COVID-19 | 12. september 2022

Líða matarskort vegna útgöngubanns

Íbúar víða um Kína, sem sæta útgöngubanni vegna strangra Covid-19 sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, segjast margir hverjir glíma við matarskort og skort á nauðsynjavörum.

Líða matarskort vegna útgöngubanns

Kórónuveiran COVID-19 | 12. september 2022

Mjög fá smit eru að greinast í Kína, en margir …
Mjög fá smit eru að greinast í Kína, en margir sæta enn útgöngubanni. AFP

Íbúar víða um Kína, sem sæta útgöngubanni vegna strangra Covid-19 sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, segjast margir hverjir glíma við matarskort og skort á nauðsynjavörum.

Íbúar víða um Kína, sem sæta útgöngubanni vegna strangra Covid-19 sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, segjast margir hverjir glíma við matarskort og skort á nauðsynjavörum.

Tugir milljóna íbúa, á að minnsta kosti þrjátíu svæðum víða um landið, sæta útgöngubanni að fullu eða að hluta til.

„Það eru komnir fimmtán dagar í dag, við erum uppiskroppa með hveiti, hrísgrjón og egg. Það eru margir dagar síðan við urðum uppiskroppa með mjólk fyrir börnin,“ segir íbúi í Xinjiang. En fólk er farið að bregða á það ráð að auglýsa eftir mat á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt BBC.

Yfirvöld freista þess að halda þessari ströngu stefnu áfram til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita fyrir þing kommúnistaflokksins í október. Mjög fá smit hafa verið að greinast í Kína síðustu vikur, en í dag greindust aðeins 949 smit í öllu landinu.

Þolinmæði íbúa landsins fyrir þessum ströngu sóttvarnaaðgerðum fer hratt þverrandi og raddir um að þær komi í veg fyrir hagvöxt í landinu verða sífellt háværari.

mbl.is