Vilja að Pútín taki pokann sinn

Úkraína | 12. september 2022

Vilja að Pútín taki pokann sinn

Nítján borgarfulltrúar í Moskvu og Pétursborg í Rússlandi hafa undirritað skjal þar sem þeir krefjast þess að forseti landsins, Vladimír Pútín, segi af sér embætti í nafni þjóðaröryggis. Frá þessu greindu fulltrúarnir á Twitter í dag, mánudag, og birtu skjal sitt þar.

Vilja að Pútín taki pokann sinn

Úkraína | 12. september 2022

Rússneskir borgar- og borgarhlutafulltrúar í Moskvu og Pétursborg telja mælinn …
Rússneskir borgar- og borgarhlutafulltrúar í Moskvu og Pétursborg telja mælinn nú fullan og krefjast þess skriflega að Vladimír Pútín segi af sér embætti í nafni þjóðaröryggis. Annar hópur ritaði Dúmunni erindi og mæltist til þess að forsetinn yrði dreginn fyrir landsdóm fyrir landráð. AFP/Sergei Bobylyov

Nítján borgarfulltrúar í Moskvu og Pétursborg í Rússlandi hafa undirritað skjal þar sem þeir krefjast þess að forseti landsins, Vladimír Pútín, segi af sér embætti í nafni þjóðaröryggis. Frá þessu greindu fulltrúarnir á Twitter í dag, mánudag, og birtu skjal sitt þar.

Nítján borgarfulltrúar í Moskvu og Pétursborg í Rússlandi hafa undirritað skjal þar sem þeir krefjast þess að forseti landsins, Vladimír Pútín, segi af sér embætti í nafni þjóðaröryggis. Frá þessu greindu fulltrúarnir á Twitter í dag, mánudag, og birtu skjal sitt þar.

Twitter-skeytið kom frá Kseniu Torstrem, fulltrúa í borgarhlutanum Semenovskí í Pétursborg, og má þar lesa texta sem hefst með svofelldum orðum: „Aðgerðir Pútíns forseta eru skaðlegar framtíð Rússlands og borgara þess. Við krefjumst þess að Vladimír Pútín láti af forsetaembætti Rússlands.“

Pétursborg er einmitt heimabyggðarlag Pútíns auk þess sem þar hófst stjórnmálaferill hans á sínum tíma en í skjalinu eru borgar- og bæjarfulltrúar víðar um land hvattir til að ganga til liðs við nítjánmenningana og undirrita skjalið. Sjálf greinir Torstrem frá því að henni sé kunnugt um 84 fulltrúa til viðbótar sem hyggist leggja nöfn sín við kröfuna um að Pútín taki pokann sinn.

Kallaðir til yfirheyrslu

Forsaga málsins er að sjö fulltrúar hverfisráðsins í Smolninskí, sem einnig er í Pétursborg, komu saman í síðustu viku og rituðu Dúmunni bréf, neðri deild rússneska þingsins, þar sem þeir kröfðust þess að Pútín yrði dreginn fyrir landsdóm og ákærður fyrir landráð.

Sögðu þeir forsetann bera fulla ábyrgð á því að ungir hermenn væru stráfelldir í Úkraínu, efnahagur landsins stæði á brauðfótum, Atlantshafsbandalagið NATO kæmi til með að stækka og vestræn ríki kepptust við að senda Úkraínumönnum vopn og verjur.

Voru sjömenningarnir þegar kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu og brigslað um að svívirða rússneska herinn. Allir eru þeir nú frjálsir ferða sinna en mega að minnsta kosti búast við sektum fyrir tiltækið.

Dmítrí Paljuga og Níkíta Juferjev eru tveir bréfritara og birtu þeir bréfið á samfélagsmiðlum. Fyrir vikið tók þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle þá tali um helgina þar sem Paljuga kvað þá ekki ganga þess dulda að þeir tækju mikla áhættu. Benti hann á að fyrr á þessu ári hefði rússneskur stjórnmálamaður hlotið sjö ára dóm fyrir að dreifa ósannindum um rússneska heraflann.

Hann telur sjömenningana þó ekki vænta ákæru. „Engin viðurlög liggja við því að senda opinberri stofnun tillögu. Rússnesk lög útiloka það,“ segir Paljuga og kveðst sannfærður um að ritun bréfsins hafi verið það eina rétta. „Við lítum ekki á stækkun NATO sem beina ógn við Rússland en við reynum að höfða til ólíkra hópa í Rússlandi með ólíkum rökum til að sannfæra þá um að þessu stríði verði að ljúka,“ segir hann enn fremur.

The Moscow Times

Deutsche Welle

Daily Mail

Business Insider

mbl.is